Fréttir
15. maí. 2014

Þá er búið að opna Vestmannsvatn fyrir veiðimönnum, en það er eitt af nýju vötnunum í Veiðikortinu 2014.  Vestmannsvatn er í Suður-Þingeyjarsýslu og talið eitt af skemmtilegustu veiðivötnum norðan heiða.  

Norðlendingar eiga væntanlega eftir að vera ánægðir með að geta nú sótt Vestmannsvatnið með Veiðikortið í vasanum.  Með Vestmannsvatninu, þá búið að bæta við þriðja vatninu á frekar litlu svæði, en Kringluvatn og Ljósavatn eru í nágrenni við vatnið.

Það verður spennandi að fylgjast með gangi mála þar í sumar og vonandi verða veiðimenn duglegir að senda okkur myndir og fréttir af svæðinu.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um vatnið.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Fréttasafn

Veldu ár: