Fréttir
01. jún. 2014

Mikið líf hefur verið í Úlfljótsvatni og hafa veiðimenn bæði verið að fá fallegar bleikjur og fína urriða.  Það er ánægjulegt að heyra af góðri bleikjuveiði í Úlfljótsvatni núna, en oft fer bleikjuveiðin ekki á fullt í Úlfljótsvatni fyrr en um miðjan júní.

Benjamin Jochum fór ásamt Bjössa félaga sínum þangað í gær, 31. maí og urðu þeir varir við mikið af fiski.  Þeir misstu nokkra en náðu að landa tveimur fallegum bleikjum.  Önnur var um tvö pund og hin um 4 pund.  Hér fyrir neðan er mynd af Bjössa með bleikjurnar góðu.


Bjössi með fallegar bleikjur úr Úlfljótsvatni 31. maí.

Einnig heyrðum við sögu frá veiðimanni í síðustu viku er hitti fyrir veiðimenn sem voru að stelast til að veiða á makríl, en þeir höfðu landað 4 urriðum.  Við viljum ítreka það að stranglega bannað er að veiða á markíl í vatninu.  Ekki skánaði þetta daginn eftir þar sem við fréttum við af öðrum veiðimanni sem fór í vatnið með hund sinn meðferðis.  Sú veiðiferð endaði illa þar sem veiðimenn höfðu skilið eftir markíl á öngli.  Hundurinn át makrílinn og öngullinn sat fastur í hundinum.  Það endaði með uppskurði hjá dýralækni og ætti að verða okkur veiðimönnum til umhugsunum um að skila hvorki eftir okkur tauma, öngla eða annað rusl við vatnasvæðin.  

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

Fréttasafn

Veldu ár: