Fréttir
01. maí. 2009
Í dag 1. maí opnaði Þingvallavatnið.  Þegar við kíktum á svæðið rúmlega 9 voru fáir að veiða en það var talsvert rok og hitinn um 6-8°.   Davíð Þór Jónsson, tónlistarmaður, fékk þó glæsilega bleikju í morgun sem vó um 3,5 pund og var hún 54cm.  Bleikjan tók leyniafbrigði af Mobuto.  Hann sendi okkur þessa fallegu mynd af bleikjunni.
 
Glæsileg 54cm bleikja sem Davíð Þór Jónsson veiddi á Þingvöllum í morgun 1. maí en hún vó 3,5 pund.  / ljósm. Davíð Þór Jónsson.
 
Það var samt hálfgert leiðindarveður í morgun, rok og hálfgerðir skúrir.  Fáir voru við veiðar en þó nokkrir sem létu sig hafa það að láta öldurnar leika um sig.
 
Menn að veiðum í Þingvallavatni 1. maí.
 
Hér má sjá göngubryggjurnar sem búið er að smíða í Vatnskoti, en þar er sérstaklega auðvelt aðgengi fyrir fatlað og hreyfihamlaða.
 
 
Veiðimenn! Endilega sendið okkur myndir og veiðfréttir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Bestu kveðjur,
Veiðikortið.
 
 

Fréttasafn

Veldu ár: