Fréttir
September 2008
Höfum heyrt af einhverri veiði hér og þar þrátt fyrir að menn hafa minnkað ástundunina með kólnandi veðurfari.  Sjálfagt eru menn að gera fína sjóbirtingsveiði í Víkurflóði og Þveit, en einnig hafa menn verið að fá fallega veiði í Kleifarvatni og Úlfljótsvatni.  Einn veiðimaður sem var í Kleifarvatni í síðustu viku setti í 6 fiska en landaði þremur fínum fiskum 1,5, 2 og 2,5 pund að þyngd. 

Lesa meira...

05. sep. 2008
 
Kleifarvatn að styrkjast.
Veiðimenn hafa verið að gera fína veiði í Kleifarvatn á Reykjanesi síðustu daga.  Svo virðist sem vatnið sé að jafna sig eftir mikla lægð, en þetta sumar er sennilega besta sumarið í mörg ár.

Lesa meira...

Ágúst 2008
Hraunsfjörður - fjölskylduferð (uppfærðar myndir)
Veiðikortshafi sendi okkur myndir og nokkrar línur eftir skemmtilega ferð í Hraunsfjörð um Verslunarmannahelgina.
"Heilir og sælir Veiðikortsmenn. Við fjölskyldan skelltum okkur á Snæfellsnes um verslunarmannahelgina, vopnuð veiðikorti og viðeigandi búnaði. Komum í Hraunsfjörð um miðjan dag á laugardeginum, eftir að hafa skoðað aðstæður við Baulárvallavatn.

Lesa meira...

Þingvallavatn 3. og 4. ágúst. Cezary og Michal gerðu það gott!
Cezary og Michal kíktu í Þingvallavatn 3. og 4. ágúst.  Mikið líf og þeir settu í marga fiska og tóku nokkra stórglæsilega.

Lesa meira...

Júlí 2008
Veðrið er búið að vera nokkuð notarlegt upp á síðkastið og mikið borið á fréttum úr laxveiðiánum sem hafa sjaldan skilað eins miklum afla, en menn hafa einnig verið að afla vel í vötnunum.

Lesa meira...

Síðustu daga hefur laxinn verið að ganga hressilega upp í Meðalfellsvatn.  Í gær fengust a.m.k. þrír laxar sem vitað er um og allir frá 2,5kg - 3 kg.  Við höfum heyrt af 6 löxum en sjálfsagt eru þeir miklu fleiri sem búið er að landa síðustu vikur.

Lesa meira...

Það eru fallegir fiskar í Kleifarvatni og talsvert borið á því síðustu daga.  Cezary og Michal eru búnir að vera duglegir að stunda Kleifarvatn í sumar sem og önnur vötn.  Síðustu 7 daga eru þeir búnir að fara 4 sinnum og fá 35 stórfiska, 8-12 punda urriða.  Einnig fengu þeir fína fiska þar fyrr í sumar.  Bleikjan er einnig mjög væn í Kleifarvatni og hafa þeir verið að fá talsvert af bleikju líka.

Lesa meira...

Júní 2008
Nú má segja að vötnin séu að taka við sér.  Halldór Ingi fékk glæsilega bleikju í Úlfljótsvatni og veiðimenn hafa einnig verið að fá glæsilega veiði í Langavatni á Mýrum.  

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: