Fréttir
12. maí. 2008
Líf að kvikna í vötnunum - Glæsilegur 15 punda urriði á flugu í Þingvallavatni!
Það má með sanni segja að nú er að færast fjör í vatnaveiðina.  Menn hafa verið að veiða fína urriða á Þingvöllum og bleikjan er að byrja að sýna sig.  Einnig er ágæt veiði í Hraunsfirði og veiddist þar 6 punda bleikja. 
Á vefnum www.votnogveidi.is er greint frá stórglæsilegum 15 punda hængi sem Friðleifur I. Friðriksson fékk á flugustöng fyrir línu 5 og með 8 punda taum.  Þar hefur sjálfsagt verið mikil spenna í loftinu, enda sjálfsagt lítið mál fyrir slíkan höfðingja að slíta sig lausan ef að veiðimaður ber sig ekki 100% rétt að við veiðarnar.  Við óskum Friðleifi til hamingjum með þennan fallega fisk og vonandi fer hann upp á vegg.  Einnig fékk Sigurður Sveinsson, stórveiðimaður, 8 punda urriða á flugu fyrir nokkrum dögum.  Báðir þessir fiskar veiddust á straumfluguna Black Ghost.
  
Friðleifur I. Friðriksson með 15 punda urriða veiddan 10. maí 2008 á fluguna Black Ghost. Mynd fengin að láni frá veiðivefnum www.votnogveidi.is og þar má lesa alla fréttina.
Hvetjum veiðimenn til að senda okkur fréttir af aflabrögðum á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Mk,
Veiðikortið
 

Fréttasafn

Veldu ár: