Fréttir
Ágúst 2007
 
Í sumar hafa menn verið að veiða nokkrar vel vænan bleikjur á Þingvöllum.  Þórhallur Guðmundsson sendi okkur mynd af þessari stórglæsilegu sílableikju sem hann fékk á Þingvöllum í júní.  Bleikjan var 62cm og um 7 pund að þyngt og vel í holdum. 

Lesa meira...

Haukadalsvatn - fín sjóbleikjuveiði síðustu daga.
Töluvert hefur verið að ganga af sjóbleikju í Haukadalsvatn og veiðimenn hafa verið að fá fína veiði.   Leyfilegt er að veiða í Haukadalsvatni fyrir landi Vatns til 30. september.
Einnig óskum við eftir fréttum af vatnsvæðum Veiðikortsins þannig að ef þú ert nýkomin úr veiði endilega sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lesa meira...

Það er búið að vera fín veiði í sumar í Þveit.  Menn hafa verið að fá mest af urriða, sjóbirting og meira að segja töluvert af álum hafa veiðst.  Margir urriða í kringum 4-5 pundin hafa komið á land.  Töluvert af sjóbirting gengur í Þveit og er því hægt að veiða þarna eitthvað inn í haustið, en veiði er leyfð til 30. september.

Lesa meira...

Júlí 2007
Það voru kjöraðstæður á Þingvöllum í morgun.  Hitinn um 14-18 gráður og nánast logn en þó smá gára á vatninu.  Við hittum Hans Van Klinken, stórveiðimann og virtan fluguhnýtara, á Þingvöllum og var þetta fyrsta skipti sem hann veiðir í vatninu og má segja að vatnið hafi tekið vel á móti honum. 

Lesa meira...

10. júl. 2007
 
Syðridalsvatn í ágúst.....
Okkur barst skemmtileg veiðisaga frá Þorleifi Pálssyni sem ég leyfi mér að birta hér, en hún átti sér stað í Syðridalsvatni við Bolungavík í ágúst 2004.
"Það er búinn að vera heitur dagur á skrifstofunni og tími til kominn að koma sér út í góðaveðrið. Orðrómur er um að síðustu daga hafi sést töluvert af bleikju í Miðdalsvatni í Bolungarvík, en ekki gengið vel að fá hana til að taka í þessum hita sem nú er og þessu logni dag eftir dag. Eftir að hafa farið heim og sótt flugustöngina 

Lesa meira...

Júní 2007
Það var fínt veður um síðustu helgi fyrir austan og Ríkharður og Jón Hugi skemmtu sér vel með Veiðikortið í hönd, en þeir kíktu í Þveit og Mjóavatn í Breiðdal.
Hér má sjá nokkrar myndir sem Ríkharður sendi okkur

Lesa meira...

Maí 2007
Það virðist vera sem urriðastofninn sé að styrkjast og fréttir berast af mörgum stórurriðanum sem veiðst hefur nú í sumar.  Guðmundur Jónasson skellti sér í Þingvallavatnið um síðustu helgi og var hann ánægður með afraksturinn, en hann veiddi stórglæsilegan 19 punda urriða.

Lesa meira...

Á fréttavef www.svfr.is er sagt frá ævintýralegum urriða sem Börkur Birgisson veiddi í gærkvöld:
"Í gærkveldi veiddist sannkallað ferlíki í Þingvallavatni. Börkur Birgisson sem var þar á ferð í nepjunni seint í gærkveldi sagði að veiðihugurinn hefði sótt á sig og hann hefði látið sig hafa það að rjúka í veiðigallann í kuldanunum og halda á Þingvöll í fyrsta sinn í vor. Afraksturinn varð meðal annars sannkallað ferlíki er Börkur landaði 25 punda urriða.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: