Fréttir
Nóvember 2005
Efling silungsveiða - Ónýttir möguleikar
Fyrr á tímum voru íslensk veiðivötn aðallega nýtt með veiðum í net, en í dag eru stangaveiðar algengasta nýtingaraðferðin.  Ástæðan er einföld, veiðar á stöng skila miklu meiri arði til eigenda veiðiréttar en netaveiðarnar.  

Lesa meira...

Ágúst 2005
Ég og félagi minn skelltum okkur á veiðikortið og ákváðum að taka stutta ferð eftir vinnu í Hítarvatnið. Við brunuðum úr Reykjavík vestur í Hítarvatnið og græjuðum stengurnar í rólegheitunum ca. níu um kvöldið. Við vorum báðir að veiða þarna í fyrsta skipti en við höfðum heyrt sögur af svæðinu. Það sem tók við var alveg svakalega góð skemmtun sem stóð yfir í 4 tíma. Fiskurinn var allan tímann á fullu í agninu, og við lönduðum samtals 16 fiskum á 4 klst.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: