Fréttir
13. maí. 2015

Það má segja að sökum veðurs hefur vatnaveiðin farið seinna af stað en venjulega. Nú er farið að glæðast og hitatölur að hækka. Vötnin í Svínadal sem komu ný inn í Veiðikortið eftir nokkurt hlé eru stutt frá höfuðborgarsvæðinu  Veiðimaður sem renndi í Þórisstaðavatn í gærkvöldi fékk þennan fallega urriða þar í kvöldsólinni.

Ef þú vilt kynna þér vötnin nánar bendum við á upplýsingasíðu vatnanna hér á vefnum sem þú getur skoðað með því að smella hér.

 


Fallegur urriði úr Þórisstaðavatni sem þessi veiðimaður fékk í kvöldsólinni í gærkvöldi.

 

Kristján Friðriksson hjá FOS.IS hefur einnig gert flotta samantekt á vötnunum í Svínadal, þar sem má finna tengla á dýptarkort Orkustofnunar og fleira.
Hér fyrir neðan er hægt að skoða þær síður.

Eyrarvatn (fos.is)

Geitabergsvatn (fos.is)

Þórisstaðavatn / Glammastaðavatn (fos.is)

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Fréttasafn

Veldu ár: