Fréttir
15. sep. 2015

Nú er veiðitímabilið farið að styttast hressilega og vötnin farin að loka eitt af öðru.

Í dag er síðasti dagurinn fyrir veiðimenn sem vilja veiða í Þingvallavatni, Elliðavatni og Vífilsstaðavatn.  Við hvetjum veiðimenn til að kíkja á opnunartíma vatnanna og skoða þau vötn sem hægt er að veiða í út september.  

Hér má smella til að skoða opnunartíma vatnanna.

Það er fallegt veður í dag þannig að veiðimenn ættu ekki að vera sviknir af því að skunda í útiveruna og njóta dagsins. 


Hans Bock með fallegan Þingvallaurriða frá því í maí.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Fréttasafn

Veldu ár: