Fréttir
Júní 2014

SVFR, Veiðihornið og Veiðikortið efna til Veiðikeppninnar litlu um næstu helgi. Keppnin fer fram í þremur vötnum, í Elliðavatni, Þingvallavatni og Vífilsstaðavatni dagana 13. -15. júní. 

Lesa meira...

Nú má segja að sumarið sé komið og lífríkið í vötnum landsins komið á fulla ferð. Margir veiðimenn voru mættir í blíðuna á Þingvöllum og Úlfljótsvatn í gær.  

Lesa meira...

Mikið líf hefur verið í Úlfljótsvatni og hafa veiðimenn bæði verið að fá fallegar bleikjur og fína urriða.  Það er ánægjulegt að heyra af góðri bleikjuveiði í Úlfljótsvatni núna, en oft fer bleikjuveiðin ekki á fullt í Úlfljótsvatni fyrr en um miðjan júní.

Lesa meira...

Maí 2014

Það verður nóg um að vera um helgina og tilvalið fyrir veiðimenn að kíkja í veiðivöruverslanirnar og birgja sig upp fyrir sumarið og njóta.   Veiðihornið verður með Sumarhátíð Veiðihornsins, Veiðiflugur með Veiðimessu og Veiðivon með Simms og Scott  daga.

Lesa meira...

Landssamband stangaveiðifélaga sendi Þingvallanefnd opið bréf sem lesa má hér fyrir neðan.

Lesa meira...

Bleikjuveiðin er komin í gang á Þingvöllum.  Eiður Valdemarsson hefur verið duglegur að skjótast í vötnin nálægt borginni og fór hann á Þingvelli í morgun til að reyna við bleikjuna. 

Lesa meira...

Veiði hefur farið vel af stað í vötnum Veiðikortsins.  Veður hefur verið gott, eða a.m.k. mun betra heldur en í fyrra og fiskur kominn á hreyfingu í leit að æti.  

Lesa meira...

Þá er búið að opna Vestmannsvatn fyrir veiðimönnum, en það er eitt af nýju vötnunum í Veiðikortinu 2014.  Vestmannsvatn er í Suður-Þingeyjarsýslu og talið eitt af skemmtilegustu veiðivötnum norðan heiða.  

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: