Fréttir
Maí 2014
Landssamband stangaveiðifélaga sendi Þingvallanefnd opið bréf sem lesa má hér fyrir neðan.

Lesa meira...

Bleikjuveiðin er komin í gang á Þingvöllum.  Eiður Valdemarsson hefur verið duglegur að skjótast í vötnin nálægt borginni og fór hann á Þingvelli í morgun til að reyna við bleikjuna. 

Lesa meira...

Veiði hefur farið vel af stað í vötnum Veiðikortsins.  Veður hefur verið gott, eða a.m.k. mun betra heldur en í fyrra og fiskur kominn á hreyfingu í leit að æti.  

Lesa meira...

Þá er búið að opna Vestmannsvatn fyrir veiðimönnum, en það er eitt af nýju vötnunum í Veiðikortinu 2014.  Vestmannsvatn er í Suður-Þingeyjarsýslu og talið eitt af skemmtilegustu veiðivötnum norðan heiða.  

Lesa meira...

Veiðimenn hafa verið að veiða vel í Elliðavatni það sem af er sumri. Aðallega hafa menn verið að fá fína urriða og ekki óalgent að fá 2-3 punda urriða þar. Hægt er að skoða upplýsingar á veidibok.is þar sem menn hafa verið að bóka afla úr Elliðavatni.

Lesa meira...

Þrátt fyrir að Þingvallavatn hafi fengið mikla umfjöllum vegna risana sem þar eru að veiðast, þá er rétt að benda á að frábær veiði hefur verið í öðrum vötnum.

Lesa meira...

Emil Gústafsson hefur verið duglegur á Þingvöllum og veitt þá nokkra þar í sumar.

Lesa meira...

Veiðimenn hafa verið að upplifa ótrúlega hluti á Þingvöllum síðustu 10 daga eða svo.  Hvert veiðimetið af öðru hefur verið slegið hjá veiðimönnum og margir búnir að setja í og landa sínum stærstu fiskum, a.m.k. sínum stærstu urriðum.  Það má segja að urriðastofninn í vatninu sé í góðu jafnvægi og mun hann eflaust stækka hratt ef veiðifélag vatnsins mun styðja við nýjar reglur varðandi sleppingar á stórurriða eins og settar hafa verið í þjóðgarðinum og víðar.  Búið er að veiða og sleppa mörg hundruð stórrurriðum og eflaust væri stór hluti af þeim afla í kistum veiðimanna ef ekki hefði verið gripið í taumana.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: