Fréttir
Maí 2014

Þrátt fyrir að Þingvallavatn hafi fengið mikla umfjöllum vegna risana sem þar eru að veiðast, þá er rétt að benda á að frábær veiði hefur verið í öðrum vötnum.

Lesa meira...

Emil Gústafsson hefur verið duglegur á Þingvöllum og veitt þá nokkra þar í sumar.

Lesa meira...

Veiðimenn hafa verið að upplifa ótrúlega hluti á Þingvöllum síðustu 10 daga eða svo.  Hvert veiðimetið af öðru hefur verið slegið hjá veiðimönnum og margir búnir að setja í og landa sínum stærstu fiskum, a.m.k. sínum stærstu urriðum.  Það má segja að urriðastofninn í vatninu sé í góðu jafnvægi og mun hann eflaust stækka hratt ef veiðifélag vatnsins mun styðja við nýjar reglur varðandi sleppingar á stórurriða eins og settar hafa verið í þjóðgarðinum og víðar.  Búið er að veiða og sleppa mörg hundruð stórrurriðum og eflaust væri stór hluti af þeim afla í kistum veiðimanna ef ekki hefði verið gripið í taumana.

Lesa meira...

VIð heyrðum í veiðimanni sem átti leið um Hraunsfjörðinn í gær en hann var því miður ekki með veiðistöngina við höndina þar sem lónið kraumaði af bleikju.  Bleikjan var mikið að sýna sig í yfirborðinu þannig.  Komandi dagar eru vænlegir í Hraunsfirði en maímánuður gefur iðulega góða veiði.

Lesa meira...

Apríl 2014

Það lítur út fyrir að veiðin í þjóðgarðinum á Þingvöllum hafi aldrei byrjað betur.  Veiðimenn hafa síðust daga verið að setja í, landa og sleppa gríðarlegum fjölda af stórurriðum.  

Um helgina er búið að veiðast mjög vel.  Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir af fiskum og veiðimönnum.

Lesa meira...

Með hækkandi hitastigi hefur Vífilsstaðavatn tekið við sér.  Veiðimenn hafa verið að gera fína veiði og segja að bleikjan sé í góðum holdum og stærri en oft áður.  Það er gaman að veiða í Vífilsstaðavatni og oft tekur bleikjan rétt við landið.  Mörgum hefur reynst vel að notast við tökuvara og draga hægt þar sem bleikjan tekur mjög grannt.

Lesa meira...

Það er búið að vera ótrúlega góður gangur við Þingvallavatn, en svo virðist sem nýr opnunartíma sé að hitta í mark.  Urriðinn er mættur og er hann að veiðast mjög vel og þá sérstaklega á kvöldin.  Helstu flugurnar sem hafa verið að virka eru hvítar straumflugur eins og Hvítur Nobbler og Black Ghost.

Lesa meira...

Það var fallegt við Elliðavatnið í morgun og hitinn var kominn í 7° strax um kl. 7.  Það var skýjað og gekk á með skúrum. Nokkrir veiðimenn voru mættir snemma en þegar leið á morguninn bættist í hópinn.  

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: