Fréttir
Apríl 2014

Þveit opnaði þann 1. apríl. Jens-Olafur frá Svíþjóð var á ferðinni þar 2. apríl og fékk fallegan 1,5kg fisk í fyrsta kasti.  Fisknum var sleppt aftur en fiskurinn tók fluguna Copper cat black #10.

Svæðið er orðið islaust og því tilvalið fyrir þá sem búa fyrir austan að gera sig klára sem og fyrir þá sem eru á ferðinni að kíka þangað.

Lesa meira...

Það voru margir veiðimenn mættir í opnun Vífilsstaðavatns í gær, 1. apríl.  Vatnið leit vel út eftir að hafa verið ísilagt nokkrum dögum áður.  Veðrið lék við veiðimenn en það var sól þrátt fyrir smá skúragang í kringum hádegið. 

Lesa meira...

Mars 2014

Nú eru fyrstu vötnin formlega að opna á morgun, 1 .apríl.  Það er vinsælt meðal veiðimanna að heimsækja vötn eins og Vífilsstaðavatn og Meðalfellsvatn.  

Lesa meira...

Nú styttist í opnum nokkurra vatnasvæða.  Það þarf mikið að breytast veðurspáin fyrir næstu daga til að hægt verði að veiða í vinsælustu vötnunum en óvenjulegt þykir að vötnin á suðvestur horninu séu ísilögð á þessum tíma.

Lesa meira...

Þingvallanefnd samþykkti á fundi sínum 6. mars sl. tillögur þjóðgarðsvarðar er varða breytingar á veiðireglum í Þingvallavatni fyrir þeirra landi.

Veiðitíminn mun hefjast 20. apríl n.k. en hingað til hafa veiðimenn þurft að bíða til 1. maí eftir að geta hafið veiði þar.  

Lesa meira...

Það verður mikið um að vera í Bíó Paradís milli klukkan 18-20 en þá verður haldin veiðisýning fyrir almenning milli klukkan 18-20. Frítt er inn á sýninguna.  Í framhaldi af sýningunni hefst kvikmyndahátiðin RISE fyrir þá sem hafa tryggt sér miða i veiðibíó, en miðar á hana eru löngu uppseldir.  

Lesa meira...

Febrúar 2014
Þar sem nú eru aðeins rétt rúmir 30 dagar í opnun fyrstu vatnanna hvetjum við menn til að fara að undbúa útbúnað og fleira. 
Einhverjir þurfa að fylla á fluguboxin og aðrir þurfa að gera við eða endurnýja vöðlur. 

Lesa meira...

Eins og við fjölluðum um fyrir fáum dögum þá er góður tími framundan fyrir áhugasama ísdorgveiðimenn.  Gústaf skellti sér í Syðridalsvatn.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: