Fréttir
Júlí 2012
Héðan og þaðan - fín veiði í vötnunum.
Það er búið að vera fínn gangur í vötnunum.  Mikið af bleikju er að veiðast á Þingvöllum og Úlfljótsvatni, eins og venjan er á þessum tíma.  Veiðimenn bíða þó ólmir eftir góðum sjóbleikjuskotum í Hraunsfirði og Hópinu svo dæmi séu tekin.
Stefán Ómar Stefánsson skellti sér í tvo tíma í Úlfljótsvatnið og fékk 11 bleikjur á aðeins 2 tímum og var 4 minnstu bleikjunum sleppt.  Það kraumaði í öllum víkum og mikið líf í gangi en hann var í vatninu 18/7.  Stærsta bleikjan var um 2 pund.

Lesa meira...

Góð bleikjuveiði í Úlfljótsvatni og Þingavallavatni:
Það er búið að vera mjög góð bleikjuveiði í Úlfljótsvatni og Þingvallavatni síðustu daga og vikur.  Margir veiðimenn hafa verið að fá þar tugi fiska á skömmum tíma.  Þorsteinn Stefánsson er búinn að vera duglegur að kíkja í Úlfljótsvatnið og um helgina veiddi hann á laugardagskvöldið og fram á sunnudag og á þessum tíma fékk hann 33 bleikjur frá 0,5 pundi upp í 1,5 pund.  Einnig fékk hann fallega veiði þar þann 9. júlí.

Lesa meira...

Konráð Guðmundsson fór til veiða í Þingvallavatni í dag 5. júlí.   Planið var að reyna við bleikjuna í Þingvallavatni enda var notast við létta Winston flugustöng fyrir línu #4 og 8 punda taum. 
Flugustöng fyrir línu #4 er mjög létt og hentar afbragðsvel til að slást til litla og meðalstóra silunga þannig að

Lesa meira...

Það hefur verið frábært veður síðustu vikur og margir hafa stundað vötnin að kappi enda fátt notarlegra en að slaka á út í náttúrunni með stöng í hönd.  Flest vötnin hafa verið að gefa vel og veiðimenn ánægðir.
Jóhanna Margrét Oddsdóttir, 4 ára, fór með föður sínum Oddi Þráinssyni til veiða í Meðalfellsvatni 23. júní.  Hún fékk 8 urriða á maðk og er væntanlega komin með veiðidellu af háu stigi eftir ferðina

Lesa meira...

Júní 2012
Héðan og þaðan - veislan heldur áfram í blíðunni
Veðrið hefur leikið við okkur og mikið líf verið í vötnunum.  Veiðimenn hafa verið að fá mjög fína veiði í flestum vötnunum en við heyrumst mest frá Þingvallavatni þar sem margir veiðimenn eru að njóta þess að veiða bleikjuna síðustu daga og vikur.

Lesa meira...

20. jún. 2012
 
Héðan og þaðan - veisla í vötnunum
Skagaheiðin hefur verið að gefa vel í sumar og fór Lárus Óskar ásamt þremur veiðifélögum sínum, Magga, Sigurgeir og Arnari, á heiðina 15-17. júní og fengu frábæra veiði.  Þeiru hirtu 88 fiska og slepptu um 20 fiskum.  Flestir fiskanna fengust í Ölvesvatninu og notuðu þeir aðallega flugurnar Pheasant tail, Watson Fancy og Rauðan Nobbler.  Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þeim félögum.

Lesa meira...

Ómar Smári Óttarsson átti skemmtilegan dag í Hraunsfirði þann 9. júní.  Hann fékk 6 fallegar bleikjur og hann tjáði okkur að það væri mikið af bleikju í firðinum.  Laxinn var aðeins farinn að ganga en ekki í miklu mæli.

Lesa meira...

Það er fátt betra en að njóta lífsins út í náttúrunni.  Rögnvaldur Rögvaldsson skaust á Þingvelli ásamt syni sínum.  Eftir vel heppnaðar stundir í vatninu og eftir að þeir höfðu fengið nokkrar fallegar bleikjur fannst syninum alveg tilvalið að leggja sig um stund á bakkanum.  Það er nákvæmlega þetta frelsi í bland við íslenska náttúru sem gerir vatnaveiðina að sælustund.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: