Fréttir
Apríl 2012
Við kíktum upp í Vífilsstaðavatn milli kl. 9 og 10 í morgun. Það voru margir að veiða og bleikjan er komin í tökustuð.  Veðrið var mjög flott, ca. 6° hiti, þoka og smá úði, um kl. 9.00.  Rétt fyrir kl. 10 var byrjað að létta til.
 
Eiður Kristjánsson var búinn að fá eina bleikju og var að landa einum smáum urriða þegar okkur bar að garði. 

Lesa meira...

Október 2011
15. okt. 2011
 
Myndasyrpa frá Urriðadansi 2011 - þvílík tröll!
Það var margt um manninn á Þingvöllum í morgun þegar Laxfiskar og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum stóðu fyrir árlegri göngu um heimkynni urriðans en gangan nefnist með rentu Urriðadans!
Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar myndir sem Cezary sendi okkur og þökkum við honum fyrir að gefa þeim sem ekki komust tækifæri til að upplifa stemninguna.  Myndir sýna og sanna hversu vígalegar skepnur urriðinn er.

Lesa meira...

September 2011
Birkir Már var að veiða á Þingvöllum, nánar tiltekið í Lambhaganum þann 13. ágúst með föður sínum og frænda.  Þegar þeir voru að því komnir að hætta veiðum, þar sem sólin var að setjast, þá tók þessi fallegi urriði spúninn nánast þegar hann lenti á vatnsborðinu.

Lesa meira...

Héðan og þaðan
Það má segja að farið sé að síga á seinni hlutann í vatnaveiðinni þetta árið.  Menn eru þó ennþá að fá fiska í vötnunum og hvetjum við veiðimenn til að nýta tímann meðan veðrið er í lagi. 
 Lárus Lárusson fór í Meðalfellsvatn í gær ásamt félaga sínum og fengu þeir 6 urriða sem fengust á Svartan Nobbler og Zulu Nobbler.  Það virðist vera mikið líf í vatninu.  Hér má sjá nokkrar myndir frá Lárusi en þeir veiddu bæði úr bát og frá landi: 

Lesa meira...

Ágúst 2011
Hlynur Jensson fékk fallega 11 punda hrygnu í Vatnsdalsvatni vestur í Vatnsfirði þann 6. ágúst síðastliðin.  Laxinn tók svartan Toby inn við Lambagil.
Einnig hefur verið að veiðast einhverjir laxar í Þórisstaðavatni og Meðalfellsvatni. 
Hér fyrir neðan má sjá myndir af Hlyni með laxinn.

Lesa meira...

10. ágú. 2011
 
Kleifarvatn - ekki bara bleikjuveiði núna!
Það er greinilega mjög misjafn hvaða tegundir menn eru að fá eftir því hvaða agn er notað sem og eftir því hvar í vatninu menn eru að veiða.  Þann 1. ágúst fékk Halldór glæsilega bleikjuveiði þar sem stærsta bleikjan var um 5 pund. 

Lesa meira...

03. ágú. 2011
 
Fín bleikjuveiði í Kleifarvatni.
Halldór Gunnarsson skellti sér í Kleifarvatnið 1. ágúst og fékk mjög fallegar bleikjur á Peacock púpu með kúluhaus.  Bleikjurnar voru allt upp í 5 pund (2,4 kg).
Hér fyrir neðan má sjá myndirnar og við þökkum Halldóri fyrir að deila þeim með okkur.

Lesa meira...

Júlí 2011
Nú eru kjöraðstæður í vatnaveiðinni og eru menn að fá fína veiði í flestum vötnunum innan Veiðikortsins.  Við höfum heyrt af veiðimönnum héðan og þaðan og það virðist vera mjög góð veiði hvert sem litið er. 
Óttar Þór Ólafsson fór til veiða með fjölskyldu sinni á leið þeirra um Melrakkasléttuna og fengu þau fína veiði og má sjá veiðina á myndinni hér fyrir neðan:

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: