Fréttir
Júlí 2011
Það er alltaf gaman að fá skemmtilegar veiðimyndir.  Sigurbjörg Jóhanna er greinilega komin með lag á að veiða Þingvallableikjuna, en hún tók þessar tvær fallegu bleikjur þar þann 5. júlí s.l. í 17° hita kl. 8 um morguninn.  Það er fátt sem toppar fallegan morgunn á Þingvöllum þegar bleikjan er á svæðinu.

Lesa meira...

Það er góð veiði í vötnunum þessa dagana.  Þorgils Bjarni skellti sér á Þingvelli í landi Ölfusvatns í gær og fékk þennan  fallega 14 punda urriða á svartan Toby.

Lesa meira...

Júní 2011
Við höfum fengið fregnir og myndir frá veiðimönnum sem hafa verið að veiða í vötnunum.
Bleikjan í Þingvallavatni er farin að sýna sig í meira mæli og hafa veiðimenn verið að fá flottar bleikjur.  Lárus fékk t.d. þessa fallegu 4 punda bleikju hér fyrir neðan á Öfugsnáðanum á litla púpu sem hann fékk í þjónustumiðstöðinn á Þingvöllum. 

Lesa meira...

Mikið líf er komið í vatnaveiðina og langþráð bið eftir bleikjunni í Úlfljótsvatni, Þingvallavatni og víðar er á enda.  Menn hafa verið að fá flotta veiði í báðum vötnunum síðustu daga.  Einnig er búið að vera mjög góð veiði í Hraunsfirði, Svínavatni og Skagaheiði fyrir norðan og Kleifarvatni. (sjá myndasyrpu fyrir neðan frá Úlfljótsvatni og Skagaheiði).  Einnig viljum við minna veiðimenn á að Veiðidagur Fjölskyldunnar er á sunnudaginn.

Lesa meira...

Veiðin hefur verið að aukast í vötnum landsins með hækkandi lofthita.
Steingrímur Valgarðsson er búinn að fara nokkrar ferðir í Kleifarvatnið og hefur verið að ná í fína urriða.

Lesa meira...

10. jún. 2011
 
Fín bleikjuveiði í Hópinu
Flest veiðivötn hafa farið heldur seinna á stað en venjulega sökum kulda.  Hópið er það engin undantekning en það virðist sem að það sé eitthvað að taka við sér.  Ólafur Sigfús Benediktsson frá Blönduósi sendi okkur fregnir og myndir og við gefum honum bara orðið en myndirnar eru fyrir neðan:

Lesa meira...

Maí 2011
Tómas Skúlason, betur þekktur sem Tommi í Veiðiportinu, fór ásamt félaga sínum Erni, sem kenndur er við Útilíf, í tveggja daga veiðiferð á Þingvelli.  Þeir gistu í hjólhýsi og ferðuðust þaðan vítt og breitt um vatnið til að prófa sem flesta staði.

Lesa meira...

Hraunsfjörður hefur verið að gefa vel upp á síðkastið og við fengum smá fréttir frá Adam Lirio og þökkum við honum fyrir að deila því með okkur sem og fyrir myndirnar.  Gefum honum orðið:
"Skemmst er frá því að segja að þriðjudaginn 31. maí fórum við fjölskyldan að veiða í Hraunsfirðinum. Ágætis veður var á staðnum

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: