Fréttir
Maí 2011

Einar Guðnason, yfirkennari hjá Veiðiheim var fyrir norðan og prófaði Kringluvatnið á leið sinni.  Hér má lesa söguna og sjá myndirnar.   Þar má sjá að ennþá ræður vetur konungur ríkjum þrátt fyrir að júní sé á næsta leiti.  Gefum Einari orðið:

Lesa meira...

Bleikjan er mætt í Hraunsfjörðinn og fengu félagarnir Atli Bergman og Þórir Trausta fína veiði þar um helgina.
Hér fyrir neðan er mynd af Atla Bergmann sem tekin var um helgina í Hraunfirðinum.

Lesa meira...

Hann Sverrir Árni Benediktsson (10 ára) fór ásamt Benedikt föður sínum í Úlfljótsvatn síðastliðinn fimmtudag.  Hann fékk þessa þessa glæsilegu urriða, 9 og 7 punda, þar og má ætla að veiðimaðurinn sé kominn með veiðibakteríuna á hátt stig eftir baráttu við þessa stóru urriða.

Lesa meira...

Veiðimaðurinn Gísli P skellti sér í Kleifarvatnið fyrir fáeinum dögum.  Þar fékk hann  um þriggja punda urriða sem honum þótti nú ekki mjög þykkur á kviðinn eða hreinlega frekar mjósleginn.
Þegar heim var komið opnaði hann fiskinn og kannaði Gísli hvað væri í maga hans.  Þá kom í ljós að þessi ca. 3 punda urriði þessi hafði gleypt hagamús í heilu lagi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Samkvæmt heimildum eiga hagamýs það til að synda í flæðamáli vatna og eru því auðveld bráð urriða sem leitar upp á grunnið í ætisleit.   Algengar er þó að mýs lendi í kjafti urriða í ám og lækjum.  Mörg dæmi eru t.d. um að urriði í Laxá í Mývatnssveit hafi verið með mús í maga.

Lesa meira...

Vel hefur gengið í urriðaveiðinni síðustu daga.  Mest hefur borið á stórum urriðum í Þingvallavatni, en einmitt er góð von á þeim stóra í t.d. Úlfljótsvatni, Kleifarvatni, Baulárvallavatni og Ljósavatni fyrir norðan sem og Kringluvatni í Reykjahverfi, en í þessum vötnum eru skilyrði þannig að urriðinn virðist nærast vel í kjöraðstæðum enda eru þar sem stofnar eru í vexti.  Veiðimenn eru farnir að fá eina og eina bleikju á Þingvöllum þannig að það er margt spennandi í boði fyrir veiðimenn þessa dagana.

Lesa meira...

Veiðin almennt virðist hafa farið frekar rólega af stað, en þó hafa veiðst nokkrir urriðar í Þingvallavatni eins og venjan er á þessum tíma.  Bleikjan er þó ekki farin að sýna sig þar.
Kleifarvatn virðist vera að koma mjög vel undan vetri og samkvæmt vef Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, svh.is, þá fékk Vignir Grétar Stefánsson glæsilega veiði þar á opnunardaginn 1. maí

Lesa meira...

Apríl 2011
Lárus Óskar skellti sér í Vífilsstaðavatn í gærmorgun og fékk fína veiði og greinilegt að vatnið er vaknað af vetrardvala.
Hann hóf veiðar um kl. 11 og veiddi til kl. 14 og var hann sunnanmegin í vatninu á innsta tanganum.  Hann fékk 8 bleikjur á þessum tíma og missti reyndar nokkrar.  Fjórar komu á maðkinn, þrjár á Mubutu #14 með rauðum kraga og kúlu.  Ein bleikja féll fyrir Pheasant Tail #14.    Stærsta bleikjan var um 2,5 pund og hinar á bilinu 1-1,5 pund.

Lesa meira...

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir sem við fengum sendar frá Sigurberg Guðbrands en hann skaust í Meðalfellsvatnið seinnipartinn í gær.  Vatnshitinn var um 1-2°.  Fyrir neðan myndirnar hans Sigurbergs eru svo 3 myndir sem við tókum á ferð okkar um Vífilsstaðavatn í gærkvöldi þegar við vorum að skoða aðstæður.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: