Fréttir
Maí 2011
Vel hefur gengið í urriðaveiðinni síðustu daga.  Mest hefur borið á stórum urriðum í Þingvallavatni, en einmitt er góð von á þeim stóra í t.d. Úlfljótsvatni, Kleifarvatni, Baulárvallavatni og Ljósavatni fyrir norðan sem og Kringluvatni í Reykjahverfi, en í þessum vötnum eru skilyrði þannig að urriðinn virðist nærast vel í kjöraðstæðum enda eru þar sem stofnar eru í vexti.  Veiðimenn eru farnir að fá eina og eina bleikju á Þingvöllum þannig að það er margt spennandi í boði fyrir veiðimenn þessa dagana.

Lesa meira...

Veiðin almennt virðist hafa farið frekar rólega af stað, en þó hafa veiðst nokkrir urriðar í Þingvallavatni eins og venjan er á þessum tíma.  Bleikjan er þó ekki farin að sýna sig þar.
Kleifarvatn virðist vera að koma mjög vel undan vetri og samkvæmt vef Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, svh.is, þá fékk Vignir Grétar Stefánsson glæsilega veiði þar á opnunardaginn 1. maí

Lesa meira...

Apríl 2011
Lárus Óskar skellti sér í Vífilsstaðavatn í gærmorgun og fékk fína veiði og greinilegt að vatnið er vaknað af vetrardvala.
Hann hóf veiðar um kl. 11 og veiddi til kl. 14 og var hann sunnanmegin í vatninu á innsta tanganum.  Hann fékk 8 bleikjur á þessum tíma og missti reyndar nokkrar.  Fjórar komu á maðkinn, þrjár á Mubutu #14 með rauðum kraga og kúlu.  Ein bleikja féll fyrir Pheasant Tail #14.    Stærsta bleikjan var um 2,5 pund og hinar á bilinu 1-1,5 pund.

Lesa meira...

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir sem við fengum sendar frá Sigurberg Guðbrands en hann skaust í Meðalfellsvatnið seinnipartinn í gær.  Vatnshitinn var um 1-2°.  Fyrir neðan myndirnar hans Sigurbergs eru svo 3 myndir sem við tókum á ferð okkar um Vífilsstaðavatn í gærkvöldi þegar við vorum að skoða aðstæður.

Lesa meira...

01. apr. 2011
 
Meðalfellsvatn - flott byrjun. Rólegt í Vífilsstaðavatni í morgun.
Í Meðalfellsvatni voru skilyrði orðin fín til veiða og veðrið gott.  Cezary var þar í morgun en það var ekki margt um manninn og fékk hann þar 4 sjóbirtinga sem vógu 2-6 pund.  Allir fengust þeir á koparlitaðann Toby spún. 

Lesa meira...

Ágúst 2010
Hans Ólason hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar sendi okkur nokkrar myndir og textann hér fyrir neðan, en þeir félagar í SVH voru að sleppa um urriðaseiðum í þúsundatali.  Þess má geta að nokkur ár eru síðan þeir félagar slepptu gríðarlegu magni af urriðaseiðum sem hefur verið að skila sér í aukinni veiði síðustu ár, en menn hafa verið að fá mjög góða veiði þar upp á síðkastið.
Gefum Hans orðið:

Lesa meira...

Það var mikið rok í Hraunsfirði í gær, en það stoppaði þó ekki Hilmar til að skjótast í Hraunfjörðinn og renna fyrir fiski.  Í mestu vindhviðunum var varla stætt.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá frænda hans Hilmars með laxinn góða sem vóg 2,9 kg og veiddist á spún í Hraunsfirðinu þann 15. ágúst.

Lesa meira...

Júlí 2010
21. júl. 2010
 
Hún Cecilía Rán Rúnarsdóttir, 6 ára, veiddi glæsilegan urriða í Úlfljótsvatni 10. júlí sl.  Urriðinn vóg 8 pund og er hennar fyrsti fiskur.  Ekki dónaleg veiði það og óskum við henni innilega til hamingju með þennan fallega fisk.  

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: