Fréttir
Júlí 2009
Svo virðist sem að það sé mikil stemming á bökkunum í Hraunsfirði miðað við færslu á spjallaþræði á www.veidi.is
Bleikjan tekur vel en hún er dintótt og það getur þurft að skipta reglulega um flugu til að finna þá réttu.

Lesa meira...

Tengdafeðgarnir Lalli og Össi skelltu sér með tjaldvagn upp á Skagaheiði í norðanbáli og þoku, en þeir fiskuðu þó vel. 
Þeir tengdafeðgar fóru á Skagaheiðina 17-19. júní.  Ágætis veiði var og þeir hirtu 35 fiska sem flestir fengust á rauðan nobbler og Peacock með kúluhaus. 

Lesa meira...

Það er greinilegt að margir eru að ferðast innanlands í sumar.  Fleiri veiðimenn hafa a.m.k. heimsótt vötnin innan Veiðikortsins miðað við sama tíma í fyrra, a.m.k. miðað við tilfinningu veiðiréttareigenda. 
Þingvallavatnið hefur verið þétt setið og menn eru að fá fínar bleikjur, þrátt fyrir að murtan sé mikið á ferðinni.   Ef menn eru á bleikjuslóð og verða einungis varir við murtu getur verið ágætt að reyna að veiða neðar, þ.e.a.s. að láta fluguna eða agnið sökkvar dýpra.  Þá eru jafnan meiri líkur á að fá stærri kuðungableikjur.

Lesa meira...

19. júl. 2009
 
Enn veiðast fallegir urriðar!
Þrátt fyrir að urriðinn er ekki eins mikið við landið og á fyrri hluta sumars, þá er lengi von á einum.  Rögnvaldur Rögnvaldsson fékk einn 7 punda urriða þar 15. júlí.
Nú er ákjósanlegur tími til að veiða bleikjuna, ef mönnum þykir veðrið ekki vera of gott! 

Lesa meira...

Hér fyrir neðan má sjá glæsilegar myndir sem við fengum sendar frá Brandi.  Við þökkum kærlega fyrir myndirnar og hvetjum menn til að skoða þetta skemmtilega vatnasvæði.

Lesa meira...

Veðrið hefur leiki við landann síðustu daga og menn hafa verið að veiða vel í blíðunni.  Við höfum þökk sé Veiðikortshöfum, fengið talsvert af Veiðiskýrslum sem gefa okkur smá hugmynd um hvar menn eru að fá hann.

Lesa meira...

Inga Dóra Halldórsdóttir og fjölskylda skelltu sér í fjölskylduferð í Sléttuhlíðarvatn fyrir norðan.  Þau fengu 48 fiska á laugardaginn og 58 á sunnudaginn.  Flestir fiskarnir voru veiddir á spún og af bát.
Stærðin á fiskunum voru frá tæpu pundi upp í 2 pund þeir stærstu.

Lesa meira...

Júní 2009
Austurlandið:
Fengum fréttir frá Sigurberg Guðbrands og félögum sem byrjuðu í Víkurflóði og fengu þar 45 cm ál!  Eftir Víkurflóð fóru þeir í Þveit við Höfn í Hornafirði.  Þar fengu þeir 7 sjóbirtinga og meðan þeir voru þar var veiðimaður að draga á land 4 punda birting.   Einnig kíktu þeir félagar í Urriðavatn við Egilsstaði og fengu þar 4 bleikjur á bilinu 1-4 pund og misstu tvær um 2 pund.  Við eigum von á myndum frá þeim félögum þegar þeir koma í bæinn seinna í vikunni, en þeir munu væntanlega prufa fleiri vötn innan Veiðikortsins á leiðinni heim, en þeir eru að fara að veiða í Jöklu og Fögruhlíðará.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: