Fréttir
Júlí 2009
19. júl. 2009
 
Enn veiðast fallegir urriðar!
Þrátt fyrir að urriðinn er ekki eins mikið við landið og á fyrri hluta sumars, þá er lengi von á einum.  Rögnvaldur Rögnvaldsson fékk einn 7 punda urriða þar 15. júlí.
Nú er ákjósanlegur tími til að veiða bleikjuna, ef mönnum þykir veðrið ekki vera of gott! 

Lesa meira...

Hér fyrir neðan má sjá glæsilegar myndir sem við fengum sendar frá Brandi.  Við þökkum kærlega fyrir myndirnar og hvetjum menn til að skoða þetta skemmtilega vatnasvæði.

Lesa meira...

Veðrið hefur leiki við landann síðustu daga og menn hafa verið að veiða vel í blíðunni.  Við höfum þökk sé Veiðikortshöfum, fengið talsvert af Veiðiskýrslum sem gefa okkur smá hugmynd um hvar menn eru að fá hann.

Lesa meira...

Inga Dóra Halldórsdóttir og fjölskylda skelltu sér í fjölskylduferð í Sléttuhlíðarvatn fyrir norðan.  Þau fengu 48 fiska á laugardaginn og 58 á sunnudaginn.  Flestir fiskarnir voru veiddir á spún og af bát.
Stærðin á fiskunum voru frá tæpu pundi upp í 2 pund þeir stærstu.

Lesa meira...

Júní 2009
Austurlandið:
Fengum fréttir frá Sigurberg Guðbrands og félögum sem byrjuðu í Víkurflóði og fengu þar 45 cm ál!  Eftir Víkurflóð fóru þeir í Þveit við Höfn í Hornafirði.  Þar fengu þeir 7 sjóbirtinga og meðan þeir voru þar var veiðimaður að draga á land 4 punda birting.   Einnig kíktu þeir félagar í Urriðavatn við Egilsstaði og fengu þar 4 bleikjur á bilinu 1-4 pund og misstu tvær um 2 pund.  Við eigum von á myndum frá þeim félögum þegar þeir koma í bæinn seinna í vikunni, en þeir munu væntanlega prufa fleiri vötn innan Veiðikortsins á leiðinni heim, en þeir eru að fara að veiða í Jöklu og Fögruhlíðará.

Lesa meira...

 
Björgvin Guðmundsson skaust eina kvöldstund í Úlfljótsvatn og fékk pattaralega bleikju á fluguna.
Það er fínn lofthiti og bleikjan farin að veiðast í auknum mæli við landið.  Hvetjum því menn til að nota góða veðrið og skella sér í veiði.  Í dag er veiðidagur fjölskyldunnar, þannig að það er frítt í fjölda veiðivatna vítt og breitt um landið.  Sjá eldri frétt um Veiðidag fjölskyldunnar.

Lesa meira...

Þeir eru fallegir urriðarnir úr Þingvallavatni
Þeim fer fækkandi urriðafréttunum í bili, en þó er einn og einn sem veiðist.  Þann 17. júní fékk Rob Kasma þennan fallega urriða í Þingvallavatni.  Fiskurinn vóg 10-11 pund.

Lesa meira...

Nú eru vötnin heldur betur lifnuð við.  Margir hafa lagt leið sína í vötnin síðustu daga og er bleikjan farin að taka við sér.  Eitthvað er ennþá að veiðast í vötnunum af urriða, þrátt fyrir að það hafi heldur dregið úr því.  Menn hafa verið að fá fallega urriða í Úlfljótsvatni og Þingvallavatni svo dæmi séu tekin.  Nú er bleikjan að taka völdin!

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: