Fréttir
Apríl 2010
Það var hálfgert leiðindarveður í gær við Meðalfellsvatn, en menn létu það ekki á sig fá og voru margir að veiða.
Cezary skellti sér í vatnið í gær og má sjá glæsilegan afrakstur hér fyrir neðan.

Lesa meira...

 Greinilegt er að hitinn er farinn að hjálpa til í vatnaveiðinni.
Arkadiusz Gieleta og Arkadiusz Jarosz stóðu vaktina í dag og létu rigninguna ekki á sig fá og fengu nokkra fiska.  Gera má ráð fyrir að margir leggi leið sína í kjósina á morgun, sunnudag, til að kanna málin.

Lesa meira...

September 2009
Þrátt fyrir að komið sé fram í september er ennþá hægt að veiða flestum vötnum Veiðikortsins.  Veiðimaður var á Melrakkasléttu á laugardaginn síðasta og fékk hann 3 urriða 2,5-3 pund á flugu. 
Einnig hefur heyrst af mönnum sem hafa verið að gera það gott í laxveiði í Meðalfellsvatni eins og venjan er þegar líða tekur á sumarið.  Einnig má benda á að lax gengur líka upp í Þórisstaðavatn og veiðast þar margir laxar á hverju sumri. 

Lesa meira...

Ágúst 2009
Óskar Guðbrandsson og félagar veiddu vel í Kleifarvatni í gærkvöldi.  Óskar sendi okkur myndir og upplýsingar.  Gefum honum orðið:
 
"Við 3 veiðifélagar fórum í gærkvöldi í fullkomnu veiðiveðri í Kleifarvatni á Reykjanesi um kl 21:00-23:00

Lesa meira...

Júlí 2009
Stórurriði veiddist á Svartan Nobbler á Þingvöllum 11. júlí
Þann 11. júlí síðastliðinn fékk Kristófer Ásgeirsson glæsilegan urriðahæng á Svartan Nobble á Þingvöllum.  Fiskurinn 84 cm og vó rúmlega 12 pund. 
Það er sérstaklega gaman að heyra fréttir að því þegar menn fá slíka fiska á fluguna en flestir stórurriðarnir sem veiðst hafa í sumar hafa verið veiddir á beitu. 

Lesa meira...

Svo virðist sem að það sé mikil stemming á bökkunum í Hraunsfirði miðað við færslu á spjallaþræði á www.veidi.is
Bleikjan tekur vel en hún er dintótt og það getur þurft að skipta reglulega um flugu til að finna þá réttu.

Lesa meira...

Tengdafeðgarnir Lalli og Össi skelltu sér með tjaldvagn upp á Skagaheiði í norðanbáli og þoku, en þeir fiskuðu þó vel. 
Þeir tengdafeðgar fóru á Skagaheiðina 17-19. júní.  Ágætis veiði var og þeir hirtu 35 fiska sem flestir fengust á rauðan nobbler og Peacock með kúluhaus. 

Lesa meira...

Það er greinilegt að margir eru að ferðast innanlands í sumar.  Fleiri veiðimenn hafa a.m.k. heimsótt vötnin innan Veiðikortsins miðað við sama tíma í fyrra, a.m.k. miðað við tilfinningu veiðiréttareigenda. 
Þingvallavatnið hefur verið þétt setið og menn eru að fá fínar bleikjur, þrátt fyrir að murtan sé mikið á ferðinni.   Ef menn eru á bleikjuslóð og verða einungis varir við murtu getur verið ágætt að reyna að veiða neðar, þ.e.a.s. að láta fluguna eða agnið sökkvar dýpra.  Þá eru jafnan meiri líkur á að fá stærri kuðungableikjur.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: