Fréttir
Maí 2009
 
Áhugavert viðtal við Hilmar Malmkvist vatnalíffræðing í Speglinum (Rás 2) varðandi Þingvallaurriðann.
Þingvallaurriðinn og kvikasilfursinnihald hans hefur verið talsvert í umræðunni síðustu árin.  Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á áhugavert viðtal við Hilmar Malmkvist vatnaliffræðing varðandi kvikasilfur í Þingvallaurriðanum. 

Lesa meira...

Matís og Laxfiskar kynna niðurstöður rannsókna á magni kvikasilfurs í Þingvallaurriða

Lesa meira...

Vötnin fyrir norðan að detta inn - flottur urriði úr Þingvallavatni
 
Veðrið hefur leikið við landsmenn um helgina og margir skellt sér í vötnin.  Fjölmenni hefur við í Þingvallavatni síðustu daga og ævintýrin þar halda áfram.
Í gær fengum við fréttir frá Valdimari Friðgeirssyni en hann fór 2. maí í Sléttuhlíðarvatnið og fékk þar 8 bleikjur.  Einnig skellti hann sér í Ljósavatnið og þar fékk hann 2 bleikjur og einn 2,5 punda urriða, þannig að það er greinilegt að vötnin eru að taka við sér fyrir norðan.

Lesa meira...

Kleifarvatn hefur verið að koma gríðarlega sterkt inn í vor sem veiðivatn og urriðastofninn sjálfsagt sjaldan verið sterkari.  Frétt okkar í gær um að það væri ekki veiðiveður féll ekki að hörðum veiðimönnum sem fóru í Kleifarvatn í gær. 

Lesa meira...

 
Það lá við að vatnsyfirborðið í Þingvallavatni hafa lækkað í gærkvöldi, en Ágúst J. Elíasson landaði gríðarlega tignarlegum 22 urriða í vatnkoti í gær.  Fiskurinn var 94cm og þykkur og mikill eins og sjá má á myndunum.

Lesa meira...

Örn Guðmundsson skellti sér í Þingvallavatnið í gærkvöldi og upplifði eftirminnilegt kvöld.
Þegar tók að skyggja fékk hann tvo vænta urriða, 6 og 7 pund.  Báðir fiskarnir tóku maðkinn og létu þeir öllum illum látum.  Fiskana fékk hann við Vatnskotið.

Lesa meira...

Ólafur Veigan Jarlsson sýndi það og sannaði að það eru ekki bara stórir urriðar sem koma á land í Kleifarvatni, en hann landi 5 punda bleikju þar í gærkvöldi.
Hér má sjá myndir af þessari boltableikju og þökkum við Ólafi fyrir að senda okkur myndirnar.

Lesa meira...

Það er gaman að veiða á Þingvöllum í Þjóðgarðinum.  Birgir Guðmundsson fékk þessa fallegu bleikju hér fyrir neðan í Þjóðgarðinum 1. maí. 
Einnig heyrðum við í veiðimönnum sem voru búnir að vera í Hraunsfirði í dag og fengu þeir 6 fallegar bleikjur í dag, þannig að það er reynandi fyrir menn að skella sér þangað.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: