Fréttir
Maí 2009
Kleifarvatn hefur verið að koma gríðarlega sterkt inn í vor sem veiðivatn og urriðastofninn sjálfsagt sjaldan verið sterkari.  Frétt okkar í gær um að það væri ekki veiðiveður féll ekki að hörðum veiðimönnum sem fóru í Kleifarvatn í gær. 

Lesa meira...

 
Það lá við að vatnsyfirborðið í Þingvallavatni hafa lækkað í gærkvöldi, en Ágúst J. Elíasson landaði gríðarlega tignarlegum 22 urriða í vatnkoti í gær.  Fiskurinn var 94cm og þykkur og mikill eins og sjá má á myndunum.

Lesa meira...

Örn Guðmundsson skellti sér í Þingvallavatnið í gærkvöldi og upplifði eftirminnilegt kvöld.
Þegar tók að skyggja fékk hann tvo vænta urriða, 6 og 7 pund.  Báðir fiskarnir tóku maðkinn og létu þeir öllum illum látum.  Fiskana fékk hann við Vatnskotið.

Lesa meira...

Ólafur Veigan Jarlsson sýndi það og sannaði að það eru ekki bara stórir urriðar sem koma á land í Kleifarvatni, en hann landi 5 punda bleikju þar í gærkvöldi.
Hér má sjá myndir af þessari boltableikju og þökkum við Ólafi fyrir að senda okkur myndirnar.

Lesa meira...

Það er gaman að veiða á Þingvöllum í Þjóðgarðinum.  Birgir Guðmundsson fékk þessa fallegu bleikju hér fyrir neðan í Þjóðgarðinum 1. maí. 
Einnig heyrðum við í veiðimönnum sem voru búnir að vera í Hraunsfirði í dag og fengu þeir 6 fallegar bleikjur í dag, þannig að það er reynandi fyrir menn að skella sér þangað.

Lesa meira...

 
Veiðifréttir - helgarveiðin 1.-3. maí. Þingvallavatn - Kleifarvatn - Úlfljótsvatn og Meðalfellsvatn.
Hér fyrir neðan eru þær veiðifréttir sem okkur hafa borist af helgarveiðinni og þar má sjá glæsilega fiska, bæði bleikjur og urriða.

Lesa meira...

Í dag 1. maí opnaði Þingvallavatnið.  Þegar við kíktum á svæðið rúmlega 9 voru fáir að veiða en það var talsvert rok og hitinn um 6-8°.   Davíð Þór Jónsson, tónlistarmaður, fékk þó glæsilega bleikju í morgun sem vó um 3,5 pund og var hún 54cm.  Bleikjan tók leyniafbrigði af Mobuto.  Hann sendi okkur þessa fallegu mynd af bleikjunni.

Lesa meira...

Apríl 2009
 
Nú má segja að hitastigi sé orðið vel boðlegt fyrir  vatnaveiði, enda hafa menn verið að fá betri veiði síðustu daga heldur en í byrjun tímabilsins. Talsvert rok gæti þó sett strik í reikninginn.
Flugufréttir sögðu frá því að menn væru farnir að fá talsvert af bleikju í Vífilsstaðavatni, allt að 2 punda fiskum

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: