Fréttir
Maí 2009
 
Veiðifréttir - helgarveiðin 1.-3. maí. Þingvallavatn - Kleifarvatn - Úlfljótsvatn og Meðalfellsvatn.
Hér fyrir neðan eru þær veiðifréttir sem okkur hafa borist af helgarveiðinni og þar má sjá glæsilega fiska, bæði bleikjur og urriða.

Lesa meira...

Í dag 1. maí opnaði Þingvallavatnið.  Þegar við kíktum á svæðið rúmlega 9 voru fáir að veiða en það var talsvert rok og hitinn um 6-8°.   Davíð Þór Jónsson, tónlistarmaður, fékk þó glæsilega bleikju í morgun sem vó um 3,5 pund og var hún 54cm.  Bleikjan tók leyniafbrigði af Mobuto.  Hann sendi okkur þessa fallegu mynd af bleikjunni.

Lesa meira...

Apríl 2009
 
Nú má segja að hitastigi sé orðið vel boðlegt fyrir  vatnaveiði, enda hafa menn verið að fá betri veiði síðustu daga heldur en í byrjun tímabilsins. Talsvert rok gæti þó sett strik í reikninginn.
Flugufréttir sögðu frá því að menn væru farnir að fá talsvert af bleikju í Vífilsstaðavatni, allt að 2 punda fiskum

Lesa meira...

 
Meðalfellsvatn er farið að gefa fallega fiska eins og í fyrravor.  Talsvert hefur verið um að menn séu að veiða hoplaxa, sjóbirtinga sem og fína urriða.  Cezary skellti sér í vatnið í fyrradag og fékk glæsilega veiði.  Hann var við veiðar í um 5 klukkustundir og fékk 28 urriða 1-3 pund og 6 sjóbirtina 1,5 - 6 pund.  Einnig var að veiðast eitthvað af hoplaxi.

Lesa meira...

 
Nokkur veiðivötn opnuðu í gær 1. apríl og var veðrið talsvert betra en menn höfðu spáð, en um kl. 19 var yfir 10° hiti á höfuðborgarsvæðinu.
Bílaplanið við Vífilsstaðavatn var þétt setið, en um kvöldmatarleytið voru rúmlega 10 veiðimenn að veiða.  Þar sem búið er að vera talsvert kalt síðustu daga og ennþá ís á hluta af vatninu var fiskurinn ekki í tökustuðu, en sérfróðir menn segja að nú sé aðeins dagaspursmál hvenær lætin byrja. 

Lesa meira...

Febrúar 2009
Félagar í Bíttu fóru að veiða gegnum ís á Kringluvatni í gær.  Það má sjá að bæði veðrið og veiðin hafi verið góð, en þeir fengu meðal annars rúmlega 5 punda urriða. 
Á heimasíðu þeirra http://bitta.123.is/ má lesa um ferðina en hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir:

Lesa meira...

September 2008
Höfum heyrt af einhverri veiði hér og þar þrátt fyrir að menn hafa minnkað ástundunina með kólnandi veðurfari.  Sjálfagt eru menn að gera fína sjóbirtingsveiði í Víkurflóði og Þveit, en einnig hafa menn verið að fá fallega veiði í Kleifarvatni og Úlfljótsvatni.  Einn veiðimaður sem var í Kleifarvatni í síðustu viku setti í 6 fiska en landaði þremur fínum fiskum 1,5, 2 og 2,5 pund að þyngd. 

Lesa meira...

05. sep. 2008
 
Kleifarvatn að styrkjast.
Veiðimenn hafa verið að gera fína veiði í Kleifarvatn á Reykjanesi síðustu daga.  Svo virðist sem vatnið sé að jafna sig eftir mikla lægð, en þetta sumar er sennilega besta sumarið í mörg ár.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: