Fréttir
Apríl 2009
 
Meðalfellsvatn er farið að gefa fallega fiska eins og í fyrravor.  Talsvert hefur verið um að menn séu að veiða hoplaxa, sjóbirtinga sem og fína urriða.  Cezary skellti sér í vatnið í fyrradag og fékk glæsilega veiði.  Hann var við veiðar í um 5 klukkustundir og fékk 28 urriða 1-3 pund og 6 sjóbirtina 1,5 - 6 pund.  Einnig var að veiðast eitthvað af hoplaxi.

Lesa meira...

 
Nokkur veiðivötn opnuðu í gær 1. apríl og var veðrið talsvert betra en menn höfðu spáð, en um kl. 19 var yfir 10° hiti á höfuðborgarsvæðinu.
Bílaplanið við Vífilsstaðavatn var þétt setið, en um kvöldmatarleytið voru rúmlega 10 veiðimenn að veiða.  Þar sem búið er að vera talsvert kalt síðustu daga og ennþá ís á hluta af vatninu var fiskurinn ekki í tökustuðu, en sérfróðir menn segja að nú sé aðeins dagaspursmál hvenær lætin byrja. 

Lesa meira...

Febrúar 2009
Félagar í Bíttu fóru að veiða gegnum ís á Kringluvatni í gær.  Það má sjá að bæði veðrið og veiðin hafi verið góð, en þeir fengu meðal annars rúmlega 5 punda urriða. 
Á heimasíðu þeirra http://bitta.123.is/ má lesa um ferðina en hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir:

Lesa meira...

September 2008
Höfum heyrt af einhverri veiði hér og þar þrátt fyrir að menn hafa minnkað ástundunina með kólnandi veðurfari.  Sjálfagt eru menn að gera fína sjóbirtingsveiði í Víkurflóði og Þveit, en einnig hafa menn verið að fá fallega veiði í Kleifarvatni og Úlfljótsvatni.  Einn veiðimaður sem var í Kleifarvatni í síðustu viku setti í 6 fiska en landaði þremur fínum fiskum 1,5, 2 og 2,5 pund að þyngd. 

Lesa meira...

05. sep. 2008
 
Kleifarvatn að styrkjast.
Veiðimenn hafa verið að gera fína veiði í Kleifarvatn á Reykjanesi síðustu daga.  Svo virðist sem vatnið sé að jafna sig eftir mikla lægð, en þetta sumar er sennilega besta sumarið í mörg ár.

Lesa meira...

Ágúst 2008
Hraunsfjörður - fjölskylduferð (uppfærðar myndir)
Veiðikortshafi sendi okkur myndir og nokkrar línur eftir skemmtilega ferð í Hraunsfjörð um Verslunarmannahelgina.
"Heilir og sælir Veiðikortsmenn. Við fjölskyldan skelltum okkur á Snæfellsnes um verslunarmannahelgina, vopnuð veiðikorti og viðeigandi búnaði. Komum í Hraunsfjörð um miðjan dag á laugardeginum, eftir að hafa skoðað aðstæður við Baulárvallavatn.

Lesa meira...

Þingvallavatn 3. og 4. ágúst. Cezary og Michal gerðu það gott!
Cezary og Michal kíktu í Þingvallavatn 3. og 4. ágúst.  Mikið líf og þeir settu í marga fiska og tóku nokkra stórglæsilega.

Lesa meira...

Júlí 2008
Veðrið er búið að vera nokkuð notarlegt upp á síðkastið og mikið borið á fréttum úr laxveiðiánum sem hafa sjaldan skilað eins miklum afla, en menn hafa einnig verið að afla vel í vötnunum.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: