Fréttir
Júlí 2008
Síðustu daga hefur laxinn verið að ganga hressilega upp í Meðalfellsvatn.  Í gær fengust a.m.k. þrír laxar sem vitað er um og allir frá 2,5kg - 3 kg.  Við höfum heyrt af 6 löxum en sjálfsagt eru þeir miklu fleiri sem búið er að landa síðustu vikur.

Lesa meira...

Það eru fallegir fiskar í Kleifarvatni og talsvert borið á því síðustu daga.  Cezary og Michal eru búnir að vera duglegir að stunda Kleifarvatn í sumar sem og önnur vötn.  Síðustu 7 daga eru þeir búnir að fara 4 sinnum og fá 35 stórfiska, 8-12 punda urriða.  Einnig fengu þeir fína fiska þar fyrr í sumar.  Bleikjan er einnig mjög væn í Kleifarvatni og hafa þeir verið að fá talsvert af bleikju líka.

Lesa meira...

Júní 2008
Nú má segja að vötnin séu að taka við sér.  Halldór Ingi fékk glæsilega bleikju í Úlfljótsvatni og veiðimenn hafa einnig verið að fá glæsilega veiði í Langavatni á Mýrum.  

Lesa meira...

Carl fékk að kynnast því við Elliðavatn, en þar höfðu álftaungar flækt sig í girnisstubb sem einhver hafði skilið eftir sig á bakkanum.
Við viljum því hvetja menn til að skilja ekki eftir sig girnisstubba.

Lesa meira...

Frétt fengin frá www.veidi.is
Veiðikeppni fjölskyldunnar var haldin í gær í blíðskaparveðri. Þátttaka var að vonum góð þó útskriftir og ýmsar hátíðar væru í gangi á sama tíma. Þáttakendur voru misjafnlega fisknir en um 120 fiskar skiluðu sér á land.

Lesa meira...

Cesary skellti sér í Úlfljótsvatn seint í gær.  Mikið líf var í vatninu og frábært veður.  Minni fiskurinn á myndinni vó 8 pund en vigtin gaf sig í stærri fisknum, en hann var 74cm.  Glæsilegir fiskar það!

Lesa meira...

Maí 2008
Stórurriðinn sem veiddist í Úlfljótsvatni 18. maí af Þorsteini G. Kristmundssyni bar númerað plastmerki (slöngumerki) við bakugga. Upp úr kafinu kom að hann hafði verið merktur af Jóhannesi Sturlaugssyni hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum ehf.

Lesa meira...

Það er ekki bara í Þingvallavatni sem veiðast risastórir urriðar.  Þorsteinn G. Kristmundsson var fékk rígvænan 14 punda urriða í Úlfljótsvatni sl. sunnudag. 
Einnig berast fréttir af fínni veiði úr Hópinu en Guðmundur Erlingsson fékk fína urriðaveiði þar í gær.  Guðmundur veiddi Þingeyramegin.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: