Fréttir
Júní 2008
Cesary skellti sér í Úlfljótsvatn seint í gær.  Mikið líf var í vatninu og frábært veður.  Minni fiskurinn á myndinni vó 8 pund en vigtin gaf sig í stærri fisknum, en hann var 74cm.  Glæsilegir fiskar það!

Lesa meira...

Maí 2008
Stórurriðinn sem veiddist í Úlfljótsvatni 18. maí af Þorsteini G. Kristmundssyni bar númerað plastmerki (slöngumerki) við bakugga. Upp úr kafinu kom að hann hafði verið merktur af Jóhannesi Sturlaugssyni hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum ehf.

Lesa meira...

Það er ekki bara í Þingvallavatni sem veiðast risastórir urriðar.  Þorsteinn G. Kristmundsson var fékk rígvænan 14 punda urriða í Úlfljótsvatni sl. sunnudag. 
Einnig berast fréttir af fínni veiði úr Hópinu en Guðmundur Erlingsson fékk fína urriðaveiði þar í gær.  Guðmundur veiddi Þingeyramegin.

Lesa meira...

Líf að kvikna í vötnunum - Glæsilegur 15 punda urriði á flugu í Þingvallavatni!
Það má með sanni segja að nú er að færast fjör í vatnaveiðina.  Menn hafa verið að veiða fína urriða á Þingvöllum og bleikjan er að byrja að sýna sig.  Einnig er ágæt veiði í Hraunsfirði og veiddist þar 6 punda bleikja. 

Lesa meira...

Ríkharður Hjálmarsson er sennilega með duglegri veiðimönnum og mikið á flakki um landið og nær því að prófa fleiri vatnasvæði á hverju ári heldur en marga dreymir um.  Hann hefur þó haldið sig á suðvesturhorninu síðustu daga þar sem hálfgerður vetur ríkir víða um land.

Lesa meira...

Apríl 2008
Þveit - fín veiði í gangi
Veiðifélagið Brigráð á Egilsstöðum sendi okkur skemmtilegar myndir og fréttir úr Þveit en þar virðist sem allt sé farið í gang.  Gefum Birgi orðið:

Lesa meira...

Stökkvandi fiskar, frábært veður og bullandi veiði. Meðalfellsvatn 20. apríl !
Það er búið að vera líf og fjör við Meðalfellsvatn í dag.  Nokkrir fallegir sjóbirtingar hafa fengist í dag.  Það eru góðar fréttir að menn séu að fá fallega sjóbirtinga á þessum tíma.  Einnig hefur veiðst mikið af hoplaxi sem var að sjálfsögðu sleppt.  Urriðinn hefur verið duglegur að taka.

Lesa meira...

Cezary var aftur á ferð og nú í Meðalfellsvatni.  Hann varð var við mikið af fiski og fékk t.d. 3 sjóbirtinga, 1-2 kg. og 3 kg lax og 2 urriða sem voru tæpt kg.  Það er greinilegt að það er hægt að veiða fiska þrátt fyrir kuldann.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: