Fréttir
Maí 2008
Líf að kvikna í vötnunum - Glæsilegur 15 punda urriði á flugu í Þingvallavatni!
Það má með sanni segja að nú er að færast fjör í vatnaveiðina.  Menn hafa verið að veiða fína urriða á Þingvöllum og bleikjan er að byrja að sýna sig.  Einnig er ágæt veiði í Hraunsfirði og veiddist þar 6 punda bleikja. 

Lesa meira...

Ríkharður Hjálmarsson er sennilega með duglegri veiðimönnum og mikið á flakki um landið og nær því að prófa fleiri vatnasvæði á hverju ári heldur en marga dreymir um.  Hann hefur þó haldið sig á suðvesturhorninu síðustu daga þar sem hálfgerður vetur ríkir víða um land.

Lesa meira...

Apríl 2008
Þveit - fín veiði í gangi
Veiðifélagið Brigráð á Egilsstöðum sendi okkur skemmtilegar myndir og fréttir úr Þveit en þar virðist sem allt sé farið í gang.  Gefum Birgi orðið:

Lesa meira...

Stökkvandi fiskar, frábært veður og bullandi veiði. Meðalfellsvatn 20. apríl !
Það er búið að vera líf og fjör við Meðalfellsvatn í dag.  Nokkrir fallegir sjóbirtingar hafa fengist í dag.  Það eru góðar fréttir að menn séu að fá fallega sjóbirtinga á þessum tíma.  Einnig hefur veiðst mikið af hoplaxi sem var að sjálfsögðu sleppt.  Urriðinn hefur verið duglegur að taka.

Lesa meira...

Cezary var aftur á ferð og nú í Meðalfellsvatni.  Hann varð var við mikið af fiski og fékk t.d. 3 sjóbirtinga, 1-2 kg. og 3 kg lax og 2 urriða sem voru tæpt kg.  Það er greinilegt að það er hægt að veiða fiska þrátt fyrir kuldann.

Lesa meira...

Cezary Fijalkowski fékk frábæra kvöldveiði í Vífilsstaðavatni í ljósaskiptum um kl. 21.   Hann fékk 4 punda urriða og missti tvo.  Hann fékk einnig fína veiði á laugardagskvöldið. 
Hann Cezary virðist kunna vel á urriðan, en í fyrra fékk hann mjög góða urriðaveiði í Þingvallavatni. 

Lesa meira...

Ágúst 2007
 
Í sumar hafa menn verið að veiða nokkrar vel vænan bleikjur á Þingvöllum.  Þórhallur Guðmundsson sendi okkur mynd af þessari stórglæsilegu sílableikju sem hann fékk á Þingvöllum í júní.  Bleikjan var 62cm og um 7 pund að þyngt og vel í holdum. 

Lesa meira...

Haukadalsvatn - fín sjóbleikjuveiði síðustu daga.
Töluvert hefur verið að ganga af sjóbleikju í Haukadalsvatn og veiðimenn hafa verið að fá fína veiði.   Leyfilegt er að veiða í Haukadalsvatni fyrir landi Vatns til 30. september.
Einnig óskum við eftir fréttum af vatnsvæðum Veiðikortsins þannig að ef þú ert nýkomin úr veiði endilega sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: