Fréttir
Maí 2007
Á fréttavef www.svfr.is er sagt frá ævintýralegum urriða sem Börkur Birgisson veiddi í gærkvöld:
"Í gærkveldi veiddist sannkallað ferlíki í Þingvallavatni. Börkur Birgisson sem var þar á ferð í nepjunni seint í gærkveldi sagði að veiðihugurinn hefði sótt á sig og hann hefði látið sig hafa það að rjúka í veiðigallann í kuldanunum og halda á Þingvöll í fyrsta sinn í vor. Afraksturinn varð meðal annars sannkallað ferlíki er Börkur landaði 25 punda urriða.

Lesa meira...

Það hefur farið talsvert leynt yfir veiðinni í Vatnsdalsvatni og lítil umfjöllun verið um vatnið, en vatnið er frægt fyrir fallegar bleikjur og umhverfi.  Magnús Á. Sigurgeirsson stundar vatnið talsvert og fékk fallegar bleikjur þar núna í maí. 

Lesa meira...

Apríl 2007
Það var gaman að koma að Vífillsstaðavatnið rétt fyrir kl. 9 í morgun.  Veðrið var frábært, 7° hiti, og margt um manninn á bökkum vatnsins og margir að setja í fiska.  Atli Sigurðsson var mættur um hálf átta og var á ljúka veiðum með 4 bleikjur í farteskinu sem elda átti í hádeginu.  Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í morgun 1. apríl 2007 fyrir kl. 9.00.
Við bíðum eftir fréttur úr hinum vötnunum sem opnuðu í morgun, en væntanlega eru einhverjir sem hafa lagt leið sína í Hraunsfjörðinn.

Lesa meira...

September 2006
 
Sumarið er búið að vera nokkuð gott í Syðridalsvatni fyrir vestan.  Minna hefur þó verið af bleikju nú í sumar ef miðað er við síðustu sumur og er það nokkuð í takt við hegðun sjóbleikjunnar víðar á landinu.  Lax hefur verið að veiðasta í auknu mæli í vatninu og hefur á annan tug laxa veiðst þar í sumar.

Lesa meira...

Okkur voru að berast myndir frá Skúla Matthíassyni sem var við veiðar í Ölvesvatni í lok júlí.  Það er greinilegt að urriðinn er í góðum holdum á þessum tíma og þetta er svo sannarlega glæsileg veiði. Þeir félagar fengu um 130 silunga! 

Lesa meira...

Júlí 2006
 
Fengum sendar myndir frá Alex Lee Rosado af glæsilegri veiði úr Hraunsfjarðarvatni sem teknar voru 16. júlí 2006. Yfirleitt gefur urriðinn sig best í ljósaskiptun.  Þetta eru fallegir fiskar.

Lesa meira...

Júní 2006
Veiðiferð í Hítarvatn 2006
Við félagarnir höfum farið síðustu 3 ár í Hítarvatn á þessum árstíma.
Við göngum inn í botns Hítarvatns alls 6.2 km og tjöldum og veiðum.
Daginn eftir er gengið heim með aflann og veitt á leiðinni.

Lesa meira...

Góði veiði er búin að vera í Ljósavatni.  Sveinn Þór Arnarsson, stórhnýtari með meiru, var búinn að heyra fréttir af góðri urriðaveiði í vatninu.  Hann fór í gærmorgun og kannaði málið og má sjá afraksturinn á meðfylgjandi mynd.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: