Fréttir
Júní 2006
Mikið líf er búið að vera í Sléttuhlíðarvatni og hafa veiðimenn verið að fá allt upp í 40 fiska yfir daginn.  Þegar ritstjóri átti leið um var fiskur að vaka um allt vatn og voru veiðimennirnir Daði og Þorkell að ljúka veiðum með um 40 fiska og ánæðgir með daginn.

Lesa meira...

Apríl 2006
Vel heppnuð sýning Sumarið 2006
Margt var um manninn á stórsýningunni Sumarið 2006.  Það var gaman að sjá hversu margir kíktu á básinn sem Veiðikortið og SVFR var með.
Veiðikortið þakkar góðar viðtökur.

Lesa meira...

Nóvember 2005
Efling silungsveiða - Ónýttir möguleikar
Fyrr á tímum voru íslensk veiðivötn aðallega nýtt með veiðum í net, en í dag eru stangaveiðar algengasta nýtingaraðferðin.  Ástæðan er einföld, veiðar á stöng skila miklu meiri arði til eigenda veiðiréttar en netaveiðarnar.  

Lesa meira...

Ágúst 2005
Ég og félagi minn skelltum okkur á veiðikortið og ákváðum að taka stutta ferð eftir vinnu í Hítarvatnið. Við brunuðum úr Reykjavík vestur í Hítarvatnið og græjuðum stengurnar í rólegheitunum ca. níu um kvöldið. Við vorum báðir að veiða þarna í fyrsta skipti en við höfðum heyrt sögur af svæðinu. Það sem tók við var alveg svakalega góð skemmtun sem stóð yfir í 4 tíma. Fiskurinn var allan tímann á fullu í agninu, og við lönduðum samtals 16 fiskum á 4 klst.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: