Fréttir
Ágúst 2017

Svínavatn í Húnavatnssýslu er gjöfult og aðgengilegt veiðivatn skammt frá Blönduósi. 

Nokkrir vaskir ungir veiðimenn kíktu í vatnið í landi Reykja um verslunarmannahelgina og fengu fína silunga á skömmum tíma á spún. Það er mikið af fiski í vatninu og þægileg aðkoma.

Lesa meira...

Það er sannkallaður draumatími silungsveiðimanna um þessar mundir. Bleikjan er komin nær landi og urriðinn farinn að færast nær landi þegar skyggja fer. 

Veiðimenn hafa verið að fá flotta veiði úr Þingvallavatni síðustu daga í blíðunni. Björn Vigfús Metúsalemsson og Atli Bess Reynisson áttu frábæra vakt þar í morgun og lönduðu fallegum bleikjum eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

Lesa meira...

Júlí 2017

Við Úlfljótsvatn er í gangi alþjóðlegt skátamót World Scout Moot og stendur það fram á fimmtudaginn 3. ágúst.

Þangað til eru veiðisvæðin við kirkjuna og svæðið hjá skátunum lokað. Veiðimenn geta að sjálfsögðu veitt austan við skátasvæðið og farið niður í Borgarvík líkt og áður.

Vonum að þetta valdi veiðimönnum ekki óþægindum.


Mynd tekin í Borgarvík við Úlfljótsvatn. Þarna getur verið flott veiði þegar líða fer á júlí.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Úlfljótsvatn hefur að geyma rígvæna urriða og veiðast þar nokkrir vænir á hverju ári.

Lesa meira...

Bo Agersten kíktí í Baulárvallarvatnið í fyrsta skipti í gær.  Þar fékk hann sína fyrstu urriða og hér fyrir neðan eru myndir frá honum, fiskunum og spúninum sem urriðarnir féllu fyrir, en fiskunum var sleppt aftur.

Lesa meira...

Michael Murphy er írskur veiðimaður sem er farinn að koma reglulega til Íslands þar sem hann sameinar áhugamálin sín, fjallgöngu og fluguveiðar. Í fyrra fór hann á Vestfirði og veiddi meðal annars í Syðridalsvatni en nú var ferðinni heitið á Snæfellsnes.

Lesa meira...

Marcin Kurleta hefur kíkt í Kleifarvatnið á Reykjanesi síðustu daga og veitt vel. Í fékk hann t.d. fallega 50 sm bleikju og brúnleita púpu en hann hefur fengið 17 bleikjur þar síðustu daga.

Lesa meira...

Frábær helgi í vatnaveiðinni.

 

Við höfum heyrt í nokkrum veiðimönnum sem hafa kíkt í vötnin um helgina og allir á því að það sé mikið líf í vötnunum en að sjálfsögðu getur fiskurinn verið mistregur að taka eftir veðri, vindum og ætisframboði.

 

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: