Fréttir
Október 2015
URRIÐADANS Í ÖXARÁ
 
Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn næstkomandi 17. október en þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um Þingvallaurriðann.
September 2015

 

Jóhann Sigurðsson fór í veiðiferð í Hítarvatn með syni sínum Sindra Jóhannsyni,um miðjan júlí með Veiðikortið í farteskinu. Þeir lögðu snemma af stað frá Borgarnesi og veiddu í rúmlega 4 klukkustundir.

Lesa meira...

Nú er veiðitímabilið farið að styttast hressilega og vötnin farin að loka eitt af öðru.

Í dag er síðasti dagurinn fyrir veiðimenn sem vilja veiða í Þingvallavatni, Elliðavatni og Vífilsstaðavatn.  Við hvetjum veiðimenn til að kíkja á opnunartíma vatnanna og skoða þau vötn sem hægt er að veiða í út september.  

Lesa meira...

Þrátt fyrir að það sé kominn septebermánuður þá er rétt að benda veiðimönnum á að vatnaveiðin er ennþá gjöful.

Lesa meira...

Ágúst 2015

Nú er sennilega að renna í garð einn skemmtiegast tíminn í Hraunsfirði þegar fjörðurinn iðar af lífi og fiskur að sýna út um allt vatn. Bleikjan er farin að bunka sig inn í vatn og lax farinn að stökkva í miklu mæli og þau sporðaköst halda veiðimönnum klárlega við efnið.

Lesa meira...

Júlí 2015

Góð veiði hefur verið upp á síðkastið í flestum vötnum landsins enda lífríkið á fullu og fiskar að byggja sig upp fyrir hrygningartímann. 

Lesa meira...

Það var mikið lif um helgina á Þingvöllum og margir sem fóru með börnin sín þangað og uppskáru vel. Adam Lirio Fannarssong og Tryggvi Gunnar Tryggvason eru meðal þeirra sem fóru í vatnið um helgina með börnin sín í blíðaskaparveðri. Það var mikið líf í kringum vötnin um helgina enda frábært veður og lífríkið komið á fullt.  Það er frábært tími framundan fyrir vatnaveiðimenn.

Lesa meira...

Júní 2015

Birkir Már Harðarson kíkti í Hraunsfjörðinn í gær. Það var stafalogn og fallegt veður. Fiskur var að vaka um nánast allt vatn.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: