Fréttir
Janúar 2016

Fyrir skömmu opnaði nýr vefur sem heitir Veiðistaðavefurinn. Markmið vefsins er að sameina á einn stað upplýsingar um alla veiðistaði landsins hvort heldur um sé að ræða vatn, ársvæði, lax- eða silungsveiði.

Lesa meira...

Nóvember 2015

Veiðikortið 2016 er komið í dreifingu og ætti að vera komið á flesta sölustaði á höfuðborgarsvæðinu og ætti kortið að vera að berast á sölustaði á landsbyggðinni næstu daga. 

Lesa meira...

Verið er að leggja lokahönd á Veiðikortið 2016, en gert er ráð fyrir að það verði komið í sölu um næstu mánaðarmót.

Hjá mörgum er orðin hefð að gefa Veiðikortið í jólagjöf og því höldum við í hefðina og gefum kortið út fyrir jól. 

Lesa meira...

Október 2015
URRIÐADANS Í ÖXARÁ
 
Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn næstkomandi 17. október en þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um Þingvallaurriðann.
September 2015

 

Jóhann Sigurðsson fór í veiðiferð í Hítarvatn með syni sínum Sindra Jóhannsyni,um miðjan júlí með Veiðikortið í farteskinu. Þeir lögðu snemma af stað frá Borgarnesi og veiddu í rúmlega 4 klukkustundir.

Lesa meira...

Nú er veiðitímabilið farið að styttast hressilega og vötnin farin að loka eitt af öðru.

Í dag er síðasti dagurinn fyrir veiðimenn sem vilja veiða í Þingvallavatni, Elliðavatni og Vífilsstaðavatn.  Við hvetjum veiðimenn til að kíkja á opnunartíma vatnanna og skoða þau vötn sem hægt er að veiða í út september.  

Lesa meira...

Þrátt fyrir að það sé kominn septebermánuður þá er rétt að benda veiðimönnum á að vatnaveiðin er ennþá gjöful.

Lesa meira...

Ágúst 2015

Nú er sennilega að renna í garð einn skemmtiegast tíminn í Hraunsfirði þegar fjörðurinn iðar af lífi og fiskur að sýna út um allt vatn. Bleikjan er farin að bunka sig inn í vatn og lax farinn að stökkva í miklu mæli og þau sporðaköst halda veiðimönnum klárlega við efnið.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: