Fréttir
Ágúst 2016

Silungsveiðin gengur vel í blíðskaparveðrinu sem hefur verið á landinu síðustu daga og vikur. Þrátt fyrir að laxveiðimenn kvarti og vilji veðurbreytingar og meira vatn þá geta silungsveiðimenn sem stunda vötnin ekki kvartað. 

Lesa meira...

Júlí 2016

Draumatími margra veiðimanna í Þingvallavatni er einmitt núna en yfir hásumarið er bleikjan öllu jöfnum mætt í þúsundatali nálægt landi til að undirbúa hrygningu og iðulega má sjá hana með sína hvítu ugga mjög nærri landi þegar hún hringsólar um svæðin.

Lesa meira...

Sigurður Valdimar Steinþórsson fór ásamt veiðifélaga í Sauðlauksdalsvatnið fyrir nokkru.  Þeir lönduðu tveimur bleikjum sem vógu um 2 og 2,5 pund og settu í mun fleiri fiska sem tóku mjög grannt en þeir veiddu aðallega á litlar þurrflugur. 

Lesa meira...

Vatnasvæði Ölvesvatns á Skagaheiði er eitt að þessum veiðiparadísum sem Veiðikortið býður upp á. Þar er hægt að leigja hús, tjalda og njóta íslenskrar náttúru og ganga á milli vatna og veiða í lækjum enda nóg af fiski á svæðinu.

Lesa meira...

Hann Arnlaugur Helgason skellti sér í sumarbústað að Illugastöðum í Fnjóskárdal nýlega og var heppinn að hafa Veiðikortið með í för.  Hann nýtti sér það vel og fór bæði í Vestmannsvatnið og Ljósavatnið og veiddi vel.

Lesa meira...

Júní 2016

Rene Bärtschi er svissneskur veiðimaður sem hefur dálæti af því að koma til Íslands og veiða. Hann var við veiðar í hálfan mánuði í júní og veiddi í vötnunum fyrir austan, Skriðuvatni, Urriðavatni og Þveit og veitt vel í þessum vötnum.

Það brá svo til tíðinda þann 14. júní þegar hann var við veiðar í Þveit að hann fékk boltasjóbirting sem var 95 cm að lengd og er það sennilega stærsti fiskur sem við höfum haft spurnir af úr vatninu. Hann fékk 10 birtinga/urriða til viðbótar sem voru 45-65 cm en sjógengt er í Þveit og því veiðist talsvert af sjóbirtingi þar á hverju ári auk staðbundins fisk.  

Fyrir utan þennan risafisk þá kíkti hann þrisvar í Skriðuvatn og fékk þar 5 urriða frá 52cm upp í 66cm.  Einnig fékk hann 10 bleikjur í Urriðavatni sem voru um 45cm að lengd.

Lesa meira...

Við höfum í auknum mæli verið að fá fréttir af slæmri umgengi við mörg vatnasvæði.  Því miður er alltof algengt að veiðimenn skilji eftir sig rusl eins og fernur, girnirsafganga, sígarettustubba, dósir og plastflöskur. Einnig er fiskislóg á bökkum of algengt en það er æskilegt að veiðimenn fargi þeim í sorptunnu eða gám.

Lesa meira...

Þá er bleikjutímabilið í Þingvallavatni komið á fullt og veiðimenn hafa verið að fá flotta veiði síðustu daga. Bleikjan er feit og flott eftir veturinn og talvert hefur veiðst af mjög vænni 2 kg. bleikju.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: