Fréttir
Júlí 2015

Góð veiði hefur verið upp á síðkastið í flestum vötnum landsins enda lífríkið á fullu og fiskar að byggja sig upp fyrir hrygningartímann. 

Lesa meira...

Það var mikið lif um helgina á Þingvöllum og margir sem fóru með börnin sín þangað og uppskáru vel. Adam Lirio Fannarssong og Tryggvi Gunnar Tryggvason eru meðal þeirra sem fóru í vatnið um helgina með börnin sín í blíðaskaparveðri. Það var mikið líf í kringum vötnin um helgina enda frábært veður og lífríkið komið á fullt.  Það er frábært tími framundan fyrir vatnaveiðimenn.

Lesa meira...

Júní 2015

Birkir Már Harðarson kíkti í Hraunsfjörðinn í gær. Það var stafalogn og fallegt veður. Fiskur var að vaka um nánast allt vatn.

Lesa meira...

Það er búið að vera líf og fjör við Ölvesvatn upp á Skagaheiði það sem af er sumri. Við höfum heyrt í mörgum veiðimönnum sem hafa gert góða veiði og sumir segja að fiskur sé með stærra móti í ár þannig að hann virðist koma vel undan vetri.

Lárus Óskar fer í sína árlegu ferð upp á heiðina og fór hann að þessu sinni 18-21. júní. Þeir félagar fengu frábært veður þrátt fyrir þoku einn daginn, en það var hlýtt og gott veður. Honum þótti fiskarnir óvenju vænir þetta árið og fengu þeir félgar 90 fiskar og var óvenju mikið af bleikju í aflanum þetta árið eða um 50.

Lesa meira...

Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn sunnudaginn næsta, 28. júní.
Það er ekki ónýtt fyrir vatnaveiðimenn að ná sér í þessa bók til að lesa í sumarfríinu, en hún er full af fróðleik fyrir veiðimenn, byrjendur sem lengra komna.

Nú er sá tími sem ætti að vera mjög góður fyrir bleikjuna á Þingvöllum.  Svo virðist sem bleikja sé eitthvað seinna á ferðinni rétt eins og sumarið og kannski ekkert óeðlilegt við það miðað við hvernig veðurfarið hefur verið.

Lesa meira...

Tomasz Borkowski kíkti í Hraunfjörðinn fyrir fáeinum dögum.  Hann veiddi fyrsta laxinn sem við fréttum af úr Hraunsfirðinum í sumar, 82 cm fiskur.

 

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: