Fréttir
Júní 2015

Það er búið að vera líf og fjör við Ölvesvatn upp á Skagaheiði það sem af er sumri. Við höfum heyrt í mörgum veiðimönnum sem hafa gert góða veiði og sumir segja að fiskur sé með stærra móti í ár þannig að hann virðist koma vel undan vetri.

Lárus Óskar fer í sína árlegu ferð upp á heiðina og fór hann að þessu sinni 18-21. júní. Þeir félagar fengu frábært veður þrátt fyrir þoku einn daginn, en það var hlýtt og gott veður. Honum þótti fiskarnir óvenju vænir þetta árið og fengu þeir félgar 90 fiskar og var óvenju mikið af bleikju í aflanum þetta árið eða um 50.

Lesa meira...

Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn sunnudaginn næsta, 28. júní.
Það er ekki ónýtt fyrir vatnaveiðimenn að ná sér í þessa bók til að lesa í sumarfríinu, en hún er full af fróðleik fyrir veiðimenn, byrjendur sem lengra komna.

Nú er sá tími sem ætti að vera mjög góður fyrir bleikjuna á Þingvöllum.  Svo virðist sem bleikja sé eitthvað seinna á ferðinni rétt eins og sumarið og kannski ekkert óeðlilegt við það miðað við hvernig veðurfarið hefur verið.

Lesa meira...

Tomasz Borkowski kíkti í Hraunfjörðinn fyrir fáeinum dögum.  Hann veiddi fyrsta laxinn sem við fréttum af úr Hraunsfirðinum í sumar, 82 cm fiskur.

 

Lesa meira...

Við höfum fengið fyrirspurnir varðand stöðu mála við Hítarvatn. Veið könnuðum málið hjá Finnboga, bónda í Hítardal, og hann tjáði okkur að vegurinn upp að stíflunni sé nýheflaður og greiðfær, en vegurinn austurfyrir hraun er illfær. Auðvelt er því að komast að vatninu stíflumegin (þar sem gangnamannahúsið er) og ef menn vilja veiða í hrauninu er hægt að ganga ef menn treyst ekki bílum sínum austur fyrir hraun.

Lesa meira...

Eftir nokkur frekar róleg ár í Kleifarvatni virðist það vera að taka hressilega við sér. Svo virðist sem seiðasleppingar séu að skila sínu og virðist vera mikið af 5-8 punda urriðum í vatninu.

Lesa meira...

Maí 2015
Hér fyrir neðan er tilkynning frá Þingvallanefnd varðandi urriðaveiðar í landi þjóðgarðsins.
____
Vegna vorkulda og síðbúinnar göngu urriða er stangveiði með beitu ekki heimil eftir eins og áður var auglýst. Helstu ástæður fyrir þessari skyndilokun er sú að þessi maímánuður er sá kaldasti frá 1977 og því er allt lífríkið á eftir áætlun og því ber að bregðast við því til að vernda urriðastofninn.

Fréttasafn

Veldu ár: