Fréttir
Maí 2015

Miroslav Sapina skellti sér í Kleifarvatn á Reykjanesi í gær og fékk þennan glæsilegan 8 punda urriða úr í gær.

Fiskurinn tók fluguna Black Ghost Sunburst með keilu nr. 8.  Hann fékk fiskinn undir Vatnshlíðinni.  

Lesa meira...

Við greindum frá því í fréttapakkanum í gær að veiðimaður hafi kíkt í Hraunsfjörðinn. Við heyrðum í veiðimanninum sem heitir Guðmundur Aron Guðmundsson. 

Lesa meira...

Loksins er farið að hlýna og gróður að taka við sér. Vatnaveiðin er að komast í gang öllu seinna en vanalega og ekkert sérstakt sumarveður verður næstu daga þrátt fyrir að það sé nú að skána.

Lesa meira...

Það er búið að vera fín veiði í Elliðavatni síðustu daga. Flugan er komin á kreik og fiskur hefur verið að sýna sig mikið. Oft getur þó reynst erfitt að finna réttu fluguna en þegar menn hitta á réttu fluguna er gaman.

Lesa meira...

Það hefur eflaust ekki farið framhjá nokkrum veiðimanni að sumarið hefur látið bíða eftir sér og fyrstu raunvörulegu merkin um sumarið sé að koma um þessar mundir.

Margir veiðimenn hafa lagt leið sína í Þingvallavatn til að egna fyrir urriðann enda byrjaði sannkallað urriðaævintýri þar strax 20. apríl í fyrra. Þeir sem hafa staðið vaktina hafa fengið lítið sem ekkert eða hafa a.m.k. þurft að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum fiski. Þó hafa margir fallegir urriðar komið á land.

Lesa meira...

Það má segja að sökum veðurs hefur vatnaveiðin farið seinna af stað en venjulega. Nú er farið að glæðast og hitatölur að hækka. Vötnin í Svínadal sem komu ný inn í Veiðikortið eftir nokkurt hlé eru stutt frá höfuðborgarsvæðinu  Veiðimaður sem renndi í Þórisstaðavatn í gærkvöldi fékk þennan fallega urriða þar í kvöldsólinni.

Ef þú vilt kynna þér vötnin nánar bendum við á upplýsingasíðu vatnanna hér á vefnum sem þú getur skoðað með því að smella hér.

Lesa meira...

Sauðlauksdalsvatn er eitt af þeim veiðivötnum sem geyma fallega fiska. Vatnið er staðsett rétt hjá Patreksfirði og því í raun utan alfaraleiðar. Þeir sem fara í vatnið uppskera yfirleitt nokkuð vel.  Í vatninu má finna mjög væna staðbundna urriða, sjóbleikjur og staðbundnar auk þess sem sjóbirtingu á greiða leið upp í vatn.  Einkennandi fyrir vatnið er að þar eru hvítar strendur líkt og maður sé staddur erlendis. 

Lesa meira...

Apríl 2015

Sumarbyrjunin hefur leikið okkur veiðimenn grátt enda búið að vera mikill kuldi meira og minn það sem af er apríl. Þrátt fyrir það hafa nokkrir veiðimenn ekki geta beðið af spenningi og kíkt í vötnin.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: