Fréttir
Maí 2015

Það má segja að sökum veðurs hefur vatnaveiðin farið seinna af stað en venjulega. Nú er farið að glæðast og hitatölur að hækka. Vötnin í Svínadal sem komu ný inn í Veiðikortið eftir nokkurt hlé eru stutt frá höfuðborgarsvæðinu  Veiðimaður sem renndi í Þórisstaðavatn í gærkvöldi fékk þennan fallega urriða þar í kvöldsólinni.

Ef þú vilt kynna þér vötnin nánar bendum við á upplýsingasíðu vatnanna hér á vefnum sem þú getur skoðað með því að smella hér.

Lesa meira...

Sauðlauksdalsvatn er eitt af þeim veiðivötnum sem geyma fallega fiska. Vatnið er staðsett rétt hjá Patreksfirði og því í raun utan alfaraleiðar. Þeir sem fara í vatnið uppskera yfirleitt nokkuð vel.  Í vatninu má finna mjög væna staðbundna urriða, sjóbleikjur og staðbundnar auk þess sem sjóbirtingu á greiða leið upp í vatn.  Einkennandi fyrir vatnið er að þar eru hvítar strendur líkt og maður sé staddur erlendis. 

Lesa meira...

Apríl 2015

Sumarbyrjunin hefur leikið okkur veiðimenn grátt enda búið að vera mikill kuldi meira og minn það sem af er apríl. Þrátt fyrir það hafa nokkrir veiðimenn ekki geta beðið af spenningi og kíkt í vötnin.

Lesa meira...

Nú er veturinn á enda og sumardagurinn fyrsti að renna upp.  Fyrir veiðimenn er það mikið ánægjuefni enda opnar Elliðavatnið fyrir veiði þá og það eru margir sem nota þann dag til að hefja veiðitímabilið. Fjöldi veiðimanna sækir vatnið á opnunardeginum til að veiða og hitta aðra veiðimenn. Í fyrra var 7°hiti um kl. 7 að morgni, en hætt er við að það verði eitthvað kaldara í fyrramálið enda spáir um 0-1° fyrir hádegi. 

Lesa meira...

Á morgun, 20. apríl, verður opnað fyrir veiðimenn í Þingvallavatni, fyrir landi þjóðgarðsins.  Það var mikið ævintýri á sama tíma fyrir ári síðan en þá komu nokkrir stórurriðaðar á land. Nú er hætt við því að það verði erfiðara að athafna sig enda ennþá mikill ís í þjóðgarðslandinu og má segja að það sé ís við landið allt frá Vatnsvík að Leirutá í það minnsta.  

Lesa meira...

Kleifarvatn á Reykjanesi opanði 15. apríl síðastliðinn. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska síðustu daga hafa veiðimenn orðið varir við fiska, sett í, slitið úr og landað allt að 5 punda urriða.  Vatnið er að mestu orðið íslaust þannig að það er allt að komast í gang!

Lesa meira...

Síðasta föstudagskvöld hélt Þorsteinn Stefánsson, veiðimaður, flotta kynningu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, á því hvernig maður á að bera sig að við veiðar á urriða í Þingvallavatni. Hér kemur kynningin frá honum í heild sinni þar sem stiklað er á ýmsum málum, eins og veiðistöðum, veiðibúnaði og öðru.

Lesa meira...

Á morgun 15. apríl hefst veiði í Kleifarvatni á Reykjanesi. Vatnið hefur ekki verið mikið stundað síðustu tvö ár en veiðimenn hafa verið að gera ágætis veiði þar þrátt fyrir það. Vonandi er stofninn að eflast í vatninu og verður spennandi að fylgjast með veiðinni þar í sumar.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: