Fréttir
Apríl 2015

Nú er veturinn á enda og sumardagurinn fyrsti að renna upp.  Fyrir veiðimenn er það mikið ánægjuefni enda opnar Elliðavatnið fyrir veiði þá og það eru margir sem nota þann dag til að hefja veiðitímabilið. Fjöldi veiðimanna sækir vatnið á opnunardeginum til að veiða og hitta aðra veiðimenn. Í fyrra var 7°hiti um kl. 7 að morgni, en hætt er við að það verði eitthvað kaldara í fyrramálið enda spáir um 0-1° fyrir hádegi. 

Lesa meira...

Á morgun, 20. apríl, verður opnað fyrir veiðimenn í Þingvallavatni, fyrir landi þjóðgarðsins.  Það var mikið ævintýri á sama tíma fyrir ári síðan en þá komu nokkrir stórurriðaðar á land. Nú er hætt við því að það verði erfiðara að athafna sig enda ennþá mikill ís í þjóðgarðslandinu og má segja að það sé ís við landið allt frá Vatnsvík að Leirutá í það minnsta.  

Lesa meira...

Kleifarvatn á Reykjanesi opanði 15. apríl síðastliðinn. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska síðustu daga hafa veiðimenn orðið varir við fiska, sett í, slitið úr og landað allt að 5 punda urriða.  Vatnið er að mestu orðið íslaust þannig að það er allt að komast í gang!

Lesa meira...

Síðasta föstudagskvöld hélt Þorsteinn Stefánsson, veiðimaður, flotta kynningu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, á því hvernig maður á að bera sig að við veiðar á urriða í Þingvallavatni. Hér kemur kynningin frá honum í heild sinni þar sem stiklað er á ýmsum málum, eins og veiðistöðum, veiðibúnaði og öðru.

Lesa meira...

Á morgun 15. apríl hefst veiði í Kleifarvatni á Reykjanesi. Vatnið hefur ekki verið mikið stundað síðustu tvö ár en veiðimenn hafa verið að gera ágætis veiði þar þrátt fyrir það. Vonandi er stofninn að eflast í vatninu og verður spennandi að fylgjast með veiðinni þar í sumar.

Lesa meira...

Það var virkilega kalt þegar veiðitímabilið byrjaði formlega. Óvenju fáir voru mættir í morgunsárið við Vífilsstaðavatn enda má segja að það hafi verið óveiðandi sökum kulda. Veiðimenn reyndu þó aðeins og sömu sögu má segja frá Meðalfellsvatni þar sem vatnið var nánast ísilegt að undanskildu smá svæði við Sandá.

Lesa meira...

Mars 2015

Nú lifnar yfir veiðimönnum enda alltaf fagnaðefni þegar veiðitímabilið hefst formlega.

Lesa meira...

Hans Bock er hollenskur fluguveiðimaður, fluguhnýtari, veiðiblaðamaður og rithöfundur sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn með flugustöngina að vopni.  Hans rekur fluguveiðiskóla í Hollandi og hefur sent frá sér mikið af kennslumyndböndum, bæði varðandi fluguhnýtingar og fluguveiði almennt.  

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: