Eins og við fjölluðum um fyrir fáum dögum þá er góður tími framundan fyrir áhugasama ísdorgveiðimenn.  Gústaf skellti sér í Syðridalsvatn.

Gústaf Gústafsson veiðibloggari með meiru hefur verið að fikra sig áfram í ísdorgi og má sjá hér skemmtilegt myndband frá honum þar sem má sjá að það er mikið líf undir ísnum sem liggur á Syðridalsvatni.  Fiskurinn tók ekki í þetta skipti en ef við þekkjum Gústaf rétt mun hann ekki játa sig sigraðan.  Í þessu myndbandi má sjá að gott er að láta nokkur hrísgrjón falla á botninn til að sjáist betur í fiska sem eru að forvitnast.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða betur bloggsíðuna og YOUTUBE rásina hans Gústafs, en þar eru mörg áhugaverð myndbönd til að ylja sér við meðan veiðimenn bíða eftir sumrinu.  

Veiðibloggið

YOUTUBE síðan hans Gústafs

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Fyrri frétt
Veiðitímabilið er handan við hornið!
Næsta frétt
Kvennakvöld hjá SVFR – opið hús.